Nýtt frá Arctic Monkeys

Tónlistarárið í ár stefnir í að verða nokkuð gott. Nú þegar hafa plötur með sveitum á borð við Radiohead, TV on the Radio, The Strokes, PJ Harvey, R.E.M. og James Blake litið dagsins ljós og það eru fleiri á leiðinni.

Arctic Monkeys sendir frá sér sína fjórðu hljóðversplötu 6. júní næstkomandi en hún ber heitið Suck It and See. Nú þegar eru þrjú lög aðgengileg á netinu en þau heita "Brick by Brick", "Don't Sit Down 'Cause I've Moved Your Chair" og "Piledriver Waltz". Fyrstu tvö lögin eru nokkuð keimlík en "Piledriver Waltz" er að mínu mati besta lagið af þessum þremur. Alex Turner samdi lagið fyrir kvikmyndina Submarine sem frumsýnd verður í sumar.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hin tvö lögin. Alex Turner virðist eitthvað hafa farið aftur í textagerð og þá finnst mér lagið "Brick by Brick" vera laust við allan metnað. Þetta er allavega ekki eitthvað sem maður bjóst við frá eins góðri hljómsveit og Arctic Monkeys. Hinsvegar ætti þetta ekki að koma á óvart því að síðasta plata þeirra Humbug þótti ekki eins góð og forverar sínir. Arctic Monkeys gæti því verið að kanna aðrar leiðir en það er bara ekki alveg að virka finnst mér. Ég vona af öllu mínu hjarta að hin lögin á plötunni séu í meiri klassa en þó verð ég að lýsa yfir hrifningu minni á "Piledriver Waltz" og er það virkilega ánægjulegt að það hafi fengið að vera með plötunni.

Hvað segja annars harðir aðdáendur Arctic Monkeys þarna úti um þessi lög?


Reykjavík Music Mess 2011

Dagfarinn var svo lánsamur að bjóðast frír miði á hátíðina Reykjavík Music Mess sem haldin var um helgina í fyrsta skipti. Já krakkar, það kann að hljóma undarlega en stundum getur það komið sér vel að vita eitthvað um tónlist.

Hátíðin hófst á föstudegi en þá kíkti ég í Norræna húsið og sá þar þrjár hljómsveitir. Fyrst sá ég Nive Nielsen frá Grænlandi sem var alveg þokkaleg en náði samt ekki að heilla mig nóg. Hljóðið var eitthvað að stríða hljómsveitinni líka og bassinn var til að mynda alltof hátt stilltur. En hljómsveitin fær prik fyrir að bjóða uppá óvenjuleg hljóðfæri eins og sög og gítar sem virtist vera úr Kornflex kassa!

Næst var komið að krúttsprengjunni Sóley en hún spilar á hljómborð í Sin Fang og Seabear ef mér skjátlast ekki. Hérna er hún komin með sitt eigið efni og er plata væntanleg frá henni en í fyrra gaf hún út EP plötuna Theater Island. Sóley var búin að smala saman í litla hljómsveit að eigin sögn en því miður var hún ekki nógu þétt sem er synd því að efniviðurinn lofar mjög góðu. Ég hlustaði svo á EP plötuna hennar þegar ég kom heim og þar var miklu betri hljómur eins og mig grunaði. Sóley hefur annars frábæra rödd og mér var mikið skemmt á tónleikum hennar sökum krúttleika og skemmtilegrar sviðsframkomu. Framtíðin lofar góðu hjá þessari stúlku.

Hljómsveitin Stafrænn Hákon lokaði svo kvöldinu í Norræna húsinu en upphaflega ætlaði ég að hlusta á eitt lag með þeim og fara svo heim en þeir héldu mér rígföstum í salnum og komu mér skemmtilega á óvart. Ekki láta nafnið plata ykkur, ég hélt að ég væri að fara að hlusta á rólega rafræna tóna en annað kom heldur betur á daginn! Tónlistinni þeirra mætti lýsa sem einhvers konar samsuðu af The Shadows og Godspeed You Black Emperor. Hljómsveitin var áberandi þéttust af því sem ég hafði séð þetta kvöld enda hafa þeir/hann gefið út plötur jafnt og þétt í 10 ár.

Á laugardeginum var ég aðeins búinn að fá mér og kvöldið lofaði mjög góðu þegar að meistari Sindri steig á stokk undir merkjum Sin Fang á Nasa. Eins og við mátti búast voru hljómgæðin í húsinu talsvert betri heldur en í því Norræna. Sin Fang naut sín til botns á sviðinu og það skilaði sér svo sannarlega útí salinn. Fyrir utan nokkra háværa fm-hnakka frá Þýskalandi sem að voru líklegast eitthvað villtir af leið voru þetta frábærir tónleikar.

Bandaríska hljómsveitin Lower Dens var næst á svið en hún hefur meðal annars hitað upp fyrir Deerhunter og Beach House. Lower Dens er svo sem ekki ósvipuð þeim hljómsveitum en hún á þó langt í land enda fannst mér indí rokkið sem þau buðu uppá ansi tilþrifalítið. Kannski hafði það áhrif að ég hef aldrei hlustað á hljómsveitina áður en tónlistin þeirra hreif mig allavega ekki neitt sérstaklega við fyrstu hlustun. Sviðsframkoma þeirra var líka döpur í meira lagi. 

Næst á svið var íslenska sveitin kimono en það tók mig nokkra stund að fatta kynið á söngvaranum. Að lokum komst ég svo að því að um karl væri að ræða enda bentu raddböndin hans til um eitt stykki pung. Þeir voru ögn harðari en ég bjóst við en það var bara gaman að fá smá fútt í þetta eftir vonbrigðin á undan. Virkilega flott band sem kann að spila á hljóðfærin sín og vera "fucking awesome" eins og einn gesturinn sagði.

Ég gekk svo fljótlega út eftir að Reykjavík!+Lazyblood byrjaði enda fattaði ég ekki tilburði söngkonunnar.

Sunnudagurinn var að mínum dómi þéttasti dagurinn. Ég hóf leikinn í Norræna húsinu þar sem að Mugison fór á kostum. Mér leið meira eins og gesti heima hjá honum heldur en tónleikagesti. Hann var gríðarlega heimilislegur og skemmtilegur og lék óaðfinnanlega á gítarinn sinn og minstrumentið sitt. Söngurinn var svo algjörlega sér á báti, maður heyrði hvert einasta orð og innlifunin hans skilaði sér beint í æðarnar á mér. Þá sérstaklega í laginu um hátíðina Aldrei fór ég suður. Besta íslenska hljómsveitin á hátíðinni, staðfest!

Skakkamanage tók svo við á Nasa og lék lögin sín af mikilli list. Ég verð þó að viðurkenna að ég er meira fyrir fýlinginn sem var á Lab of Love plötunni þeirra en þau hafa heldur betur bætt í eftir það. Uppátækið með vodkann var svo afar skemmtilegt en ég stóð frekar aftarlega og kunni ekki við að teyga af sama stút og svona 100 manns.

Það var svo ekki að ástæðulausu sem að Deerhunter lokaði þessari annars ágætu hátíð. Væri samt einhver til í að gefa söngvaranum Bradford Cox eitthvað að borða!?!? Það var virkilega óþæginlegt að horfa á hann og ég er ennþá að furða mig á því hvernig hann gat haldið á gítarnum sínum. En jæja, Deerhunter voru drullu þéttir og gerðu mikinn hávaða sem varð til þess að tónlistarmaðurinn Pétur Ben hélt fyrir eyrun á sér. Þeir skiptu jafnt á milli sín grípandi lagasmíðum og suðandi og háværum lögum þannig að bifhárin fengu að kenna alvarlega á því! Glæsilegt sett hjá þessari frábæru sveit.

Um hátíðina sjálfa hef ég í raun bara gott að segja. Það var ekki þessi brjálæðislegi troðningur og raðir sem að einkenna Iceland Airwaves, ágætis tilbreyting þar á ferð. Það gæti þó breyst í framtíðinni og tala nú ekki um þegar þeir draga svona stórfiska í land eins og Deerhunter. Norræna húsið fannst mér þó skrítin staðsetning, eiginlega ekki í göngufæri í nýstíngskulda í apríl og svo var alltaf eitthvað vesen með hljóðið. Fyrir utan það er þetta virkilega fín viðbót í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og er það afar ánægjulegt á þessum síðustu og verstu.


Topp 5: Heitustu þjóðfræðinemarnir

Undanfarið hafa verið að birtast listar á bleikt.is yfir heitustu drengina í hinum og þessum fögum við Háskóla Íslands. Manni sárnar við að renna yfir þessa lista enda ekki um einn einasta þjóðfræðinema að ræða á neinum þeirra. Dagfarinn hyggst breyta því með því að velja 5 heitustu þjóðfræðinemana að hans mati. Listinn verður ónúmeraður og getið þið lesendur kosið þann sem ykkur þykir fallegastur hér til vinstri í þar til gerðri skoðanakönnun. Þar verður einnig hægt að velja um fleiri en þá sem náðu kjöri hjá Dagfaranum. Hér eru fimm heitustu þjóðfræðidrengirnir að mati Dagfarans.

Biggi Bassi Birgir Framboð
Birgir Bragason

Hver er ekki hrifinn af bassaleikurum? Nei ég bara spyr. Lífsgleðin skín úr augum Bigga allan daginn og öllum líður vel í kringum hann. Stelpur vilja vera hjá honum og strákar vilja vera hann! Biggi er Milljónamæringur af Guðs náð og á svo sannarlega skilið sitt sæti hér.

Guðjón alvarlegur Blikki
Guðjón Þór Grétarsson

Margfaldaðu saman Clint Eastwood og Owen Wilson og útkoman er Guðjón. Alvarlegur náungi sem sér samt fyndnu hliðarnar á málunum. Það er engin furða að Guðjón sé bundinn enda 'seriously good looking' drengur sem er með hlutina á hreinu.

Halldór Óli Fjalldór
Halldór Óli Gunnarsson

Hér erum við að tala um mann sem tekur sig ekki of alvarlega. Ávallt smekklegur til fara og vel greiddur hvað sem klukkuna vantar. Á ekki í erfiðleikum með fá fólk til að hlægja enda alltaf urmull af fólki (oftast stelpum) í kringum hann. Hyrnan í Borgarnesi er ekki söm eftir brotthvarf hans til Reykjavíkur.

Ólafur á sínum yngri árum Ólafur hissa
Ólafur Ingibergson

Maðurinn sem gerði lopapeysuna töff og gerði hana að kennileyti þjóðfræðinema í kjölfarið. Var í sjóhernum á sínum yngri árum en leystist uppí myndlistarmann sem endaði í þjóðfræði. Ólafi er margt til lista lagt og það lekur af honum karlmennskan. Ólafur er maður sem þú berð virðingu fyrir! 

Tóti tískulögga Tóti Trabant
Þorvaldur H. Gröndval


Það er ekki að ástæðulausu að Þorvaldur hafi lamið húðir í kynþokkafyllstu hljómsveit Íslandssögunnar. Þorvaldur er líklegast frægasti þjóðfræðineminn enn sem komið er. Hann hefur einstakt íslenskt útlit og maður getur léttilega gleymt sér í þykkri skeggrót hans. Hann þykir of gott módel fyrir Hagkaupsblaðið og í raun á engin stúlka svona ofurmenni skilið..

Aðrir sem komu til greina:

Andri Guðmundsson
Búi Stefánsson
Guðmundur D. Hermannsson
Jóhannes Jónsson
Nýnemafulltrúinn
Richard Allen
Sigurbjörn Gíslason
Tryggvi Dór Gíslason


Gullkorn: Viðtalið

Gullkorn er nýr liður hér á Dagfaranum en það felur í sér það að Dagfarinn grefur upp gömul og skemmtileg skjöl í tölvu sinni og birtir hér á síðunni. Hann ætlar nú að ríða á vaðið með að opinbera hér gamalt viðtal sem góðvinur hans Elfar Freyr tók við hann fyrir nokkrum árum síðan. Dagfarinn hefur ákveðið að birta viðtalið í sinni upprunalegu mynd en ítrekar þó að viðtalið er ekki allra og þá ættu alvarlegar mæður sérstaklega að halda sig frá þessari færslu. Viðtalið var líklega tekið í 10. bekk en Elfar og Dagfarinn voru skólabræður í Kársnesskóla. Hann skrifaði svo innganginn fyrir Rauðskaufa síðuna fornfrægu ábyggilega í kringum 2006-2007 en viðtalið var þó aldrei birt á þeirri síðu. Við gefum Elfari orðið.

Elfar Freyr Baslason heiti ég og er góðvinur Torfa Töff, nú ætla ég að skrifa nokkrar sögur um kallinn í von um að hljóta eitthvað af þeim frægðarljóma sem umlíkur "meistarann" einsog ég kýs að kalla hann.

Nú eins og glöggir fastagestir hjá Torfa töff vita þá er ég að sjálfsögðu fan no. 1 og ekkert minna, back in the days tók ég svo viðtal við kallinn og ætla ég að birta það núna.

Samningurinn var s.s. á þann veg að viðtalið yrði birt "uncencored" og hér kemur það, njótið vel, þess má auðvitað geta að við vorum vel breinglaðir og úrkynjaðir eftir 10unda bekk og [http://www.shiteaters.com] sem Jón Viðar nokkur og Indriði voru duglegir að heimsækja!

Ég ætla svo að halda uppteknum hætti í þessum lið og segja nokkrar vel valdar sögur þegar þannig liggur á mér, þangað til næst. BLELLER!

Hér kemur svo viðtalið!:

Hefuru eikkurtíman heyrt í mömmu þinni og pabba vera að ríða?
Já auðvitað, og það frekar oft!

Hvað eiga stelpurnar að gera til að kveikja í villidýrinu?
Vera í stuttum pilsum og prumpa.

Heitasta gjellan í bekknum?
Maríjúana.

Heitasta mamma vinar þíns?
Mamma hans Gunna, sérstaklega þegar hún tekur sig til og fer í "Tiger" dressið sitt.

Hver af húmoristatitlunum þremur var eftirminnilegastur? (þrefaldur húmoristi ársins í Þingó)
Ég verð að segja sá þriðji því þá var ég kominn með þrennuna miklu, en nr. 1 var nottulega mikilvægastur og mjög skrýtið að ég hafi hroppið hann þá.

Nefndu skemmtileg prumpuatvik?
Það var í vinnunni í verkfallinu, þá vorum við vinnukallarnir í hléi og vorum að borða inní gám, ég hafði étið eitthvern óþverra og ákvað að skjóta einu lofthylki út, svo kom að því að kallarnir fundu lyktina og þeir kúguðust allir saman og stóðu upp og endaði með því að hinir kallarnir á borðinu lengra frá fundu hana líka, mér var auðvitað skipað að fara út til þess að vinna!

Nefndu skemmtileg atvik úr vinnunni?
Ég var staddur mjög ofarlega í stærstu blokkinni og þurfti að míga, það var og er mjög vinsælt að míga í flöskur þegar maður er svona hátt uppi svo ég fór að leita af flöskum, fann ég svo ekki eina malt flöstu og setti kónginn svona þægilega að stútnum, áður en ég vissi var ég búinn að fylla flöskuna og kóngurinn skaust út, ég pissaði á mig allan og hellti pissi úr flöskunni á hendina á mér.

Segðu okkur frá því þegar þú skeist á þig í 6. bekk?
Ég og minn besti vinur Gunnar Þór að nafni vorum í prumpukeppni, hafði ég borðað kæfu með eitruðu kryddi sem verkaði illa á endaþarminn minn svo drulla losaðist út í tíma og ótíma, auðvitað drullaði ég mikið á mig þegar ég var að reyna að prumpa, svo ég drullaði á mig (mikið) og sagði Gunna frá því og labbaði út með hjólbeinóttu göngulagi.

Ertu virkilega með jafn stór eistu og allir halda (kallinn var nefndur BB (Big Balls) í 10. bekk sökum lims og eistna!)?
Nei þvert á móti, eistnapokinn minn verður bara all síður þegar ég fer í heita sturtu eða í heitapott a.k.a. illa soðinn.

Gælunöfn?
Hef nú aldrei verið kallaður neitt nema svona í leiðinlegu gríni, t.d. skítbuxni, túrhaus, tobba ofl.!

Afstaða gegn áfengi?
Drekka og njóta lífsins meðan maður getur.

C.a. margir andlitsvöðvar?
Ég veit ekki, allir mínir allavegana í góðri þjálfun, giska á 15-20.

Áttu eikkurn góðan frumsaminn negrabrandara?
Nei, þetta er aftur á móti góð spurning fyrir Stebba.

Þess má geta að Torfi er ekki jafn breinglaður í dag og hann var back in the days!

Með mökkaðri "eftirjólaballskveðju" Elfar Freyr Helgason!

Elfar Freyr og Dagfarinn
Elfar og Dagfarinn í allri sinni dýrð í gleðskap einum árið 2005!

Nú ef það vakna einhverjar spurningar hjá ykkur lesendur góðir varðandi svör eða spurningar hér að ofan þá bið ég ykkur um að skrifa línu hér í athugasemdir fyrir neðan og Dagfarinn mun eftir sinni bestu getu reyna að svara ykkur. Þakka ykkur annars fyrir lesturinn!


Good Guys Gone Bad!

Nú fyrir stuttu síðan var það tilkynnt að leikarinn Joseph Gordon-Levitt hefði fengið kallið frá Christopher Nolan fyrir þriðju Batman-myndina, The Dark Night Rises sem er væntanleg í kvikmyndahús á sumartímanum á næsta ári. Þó er ekki búið að opinbera hvaða persónu Joseph kemur til með að leika en flestir reikna með því að hann leiki Alberto Falcone son mafíósans Carmine Falcone sem kom einmitt fyrir í Batman Begins og var leikinn af Tom Wilkinson.

Val Nolans ætti ekki að koma á óvart en Gordon-Levitt lék einmitt stórt hlutverk í síðustu mynd leikstjórans, Inception, sem var að margra mati besta mynd síðasta árs. Í myndinni breytti Joseph ímynd sinni rækilega og varð skyndilega að manni. Að vísu stóð hann sig líka vel í hinni rómantísku 500 Days of Summer en hann þurfti að sanna sig í spennumynd sem hann gerði svo sannarlega í Inception.

Það sem stóð upp úr að mati flestra í síðustu Batman-mynd, The Dark Night, var frammistaða Heath Ledgers heitins í hlutverki Jókersins. Ég held að það sé ekki til sá kvikmyndaunnandi sem var ekki brugðið við að heyra að Heath Ledger ætti að leika hinn útsmogna Jóker. Ég var t.d. einn af þeim, ég hafði ekki trú á því að þessi saklausi drengur frá Ástralíu gæti gert það gott í slíku hlutverki. En mér skjátlaðist og það illa því að Heath Ledger stóð sig það vel að hann lét Jack Nicholson líta illa út í samanburði og hreppti þar að auki Óskarinn fyrir leik sinn. Að vísu lét hann lífið áður en myndin var frumsýnd og jafnvel hafði hlutverkið einhver áhrif á dauða hans en hann gerði sig ógleymanlegan með frammistöðu sinni í myndinni.

Þess vegna ætla ég ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Nolan hafi ákveðið að fá Gordon-Levitt til liðs við sig fyrir næstu mynd. Gordon-Levitt á eftir að standa sig vel, á því liggur enginn vafi en við skulum vona til Guðs að hann hljóti ekki sömu örlög og Heath Ledger.

Það sem er samt svo fyndið við þetta allt saman er það að báðir léku þessir öðlingar í gamanmyndinni 10 Things I Hate About You sem kom út árið 1999 en þá var Joseph 18 ára og Heath Ledger var tvítugur. Ef einhver hefði sagt mér þá að þessir tveir gæjar ættu eftir að leika helstu óþokkana í bestu Batman-myndum allra tíma eftir 10 ár hefði ég fussað og sveijað yfir því næstu daga. Ég hefði þó frekar trúað því að Heath Ledger myndi takast það enda var hann pínu skuggalegur og erfitt að reikna hann út. En Joseph Gordon-Levitt var algjört lamb í myndinni og ég man að mér fannst hann hálf glataður sem hinn seinheppni Cameron James.

En nú er fyrrum barnastjarnan orðin að þrítugum manni og myndi ég segja að hann eigi glæsta framtíð fyrir höndum haldi hann rétt á spöðunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum tekst upp í The Dark Night Rises og ég vona svo sannarlega að hann haldi geðheilsunni og lífi sínu annað starfsbróðir hans!

heath_levitt.jpg 
Fyrir utan það finnst mér þeir vera nauðalíkir og það skyldi þó aldrei vera að Joseph tæki bara við hlutverki Ledgers sem Jókerinn...


Topp 5: Bestu körfuboltamyndir allra tíma

Körfuboltamyndir klikka seint enda eru þær lang vinsælustu íþróttamyndirnar. Ég meina hver nennir að horfa á bíómynd um krikket, golf eða sund? Ástæður fyrir vinsældum körfuboltamynda eru þrjár. Í fyrsta lagi eru leikmennirnir flestir hverjir aðeins of svalir og hata ekki að dólgast í frítíma sínum, í öðru lagi er unun að fylgjast með framgangi þjálfarans og hvernig honum tekst að ná árangri með vitleysingana sína og í þriðja og síðasta lagi er það taugaspennan sem myndast þegar liðið sem maður heldur með tekur þriggja stiga skot þegar bjallan er búin að hringja.

Dagfarinn ætlar nú að fara yfir 5 bestu körfuboltamyndir allra tíma að hans mati og hann lofar ykkur því að valið er ekki auðvelt enda um urmul af gæða körfuboltamyndum til!

5. The Cable Guy (1996)


Hversu gaman væri að spila með manni eins og honum?

Já ég veit, The Cable Guy er ekki körfuboltamynd en körfuboltaatriðið í myndinni á skilið 5. sæti listans hjá mér. Atriðið hefur allt, upphitunina, gredduna, skrínið og troðsluna sem brýtur spjaldið. Er hægt að biðja um mikið meira?

4. The Air Up There (1994)


Jimmy Dolan hittir Saleh í fyrsta skipti..


Aðstoðarþjálfarinn Jimmy Dolan (Kevin Bacon) ferðast til Afríku í þeirri von um að finna glænýja stjörnu fyrir háskólaliðið sitt og koma sér þannig í stöðu aðalþjálfara. Í Afríku finnur hann gæðablóðið Saleh (Charles Gitonga Maina) og kynnist þar að auki nýjum lífsháttum í menningu sem hann þekkti ei áður. Saman göfga þeir hvor annan og í hápunkti myndarinnar nær Saleh að gera "Jimmy Dolan Shake & Bake" og ég held ég segi ei meira.

3. Blue Chips (1994)


Ein svakalegasta ræða kvikmyndasögunnar, inn og út er aðferð
Pete's sem slær ræðu Al Pacino úr Any Given Sunday ref fyrir rass.


Þjálfarinn Pete Bell (Nick Nolte) er undir pressu hjá háskólaliðinu Western University Dolphins. Liðinu hefur ekki gengið sem skyldi og til að bæta úr því verður Pete að brjóta lögin. Hann þarf að lokka til sín góða leikmenn og færir hinum risavaxna Boudeaux (O'Neal) til að mynda Lexus og reddar móður skotbakvarðarins McRae (Hardaway) húsnæði og vinnu. Þetta skilar sér að sjálfsögðu í frábærum árangri en þar sem það er gert ólöglega fær Pete samviskubit og játar allt að lokum.

2. White Men Can't Jump (1992)


Frábær samvinna Sidney og Billy!

Það mætti halda að Larry Bird og Magic Johnson hafi hist útá velli en svo er ekki. Hér höfum við Sidney Deane (Wesley Snipes) og Billy Hoyle (Woody Harrelson) sem sameina krafta sína á vellinum. Þeir nýta sér það að hvíti maðurinn er ekki hátt skrifaður á vellinum og vinna veðmál eftir veðmál í kjölfarið. Woody og Snipes hafa sjaldan verið flottari á hvíta tjaldinu!

1. Space Jam (1996)


Michael Jordan niðurlægður í meira lagi..

Það er líklega ekki til sá maður sem varð ekki ástfanginn þegar hann sá Space Jam í fyrsta skipti. Plottið er frábært, geimverur stela kröftum frá mönnum eins og Patrick Ewing og Charles Barkley og ætla þannig að sigra Looney Tunes gengið sem hafði skorað á þá í körfubolta þegar þeir voru öllu minni. En geimverurnar gleymdu einum manni, Michael Jordan sem er nýhættur í boltanum til að reyna fyrir sér sem hafnaboltamaður. Útkoman er frábær og er unun að sjá hvernig teiknimyndaheimurinn og NBA-heimurinn tvinnast saman. Þar að auki var þeim Bill Murray og Wayne Knight hent inní myndina sem gerir hana ennþá áhugaverðari!

Aðrar myndir sem komu til greina:

Coach Carter (2005)
Glory Road (2006)
Love & Basketball (2000)
More Than a Game (2008)
The Sixth Man (1997)

Hvernig myndi ykkar listi líta út lesendur góðir?


Ljósmyndin

Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Breiðablik varð í fyrsta sinn Íslandsmeistari í knattspyrnu í meistaraflokki karla. Úrslitin réðust ekki fyrr en í síðustu umferð og því var mikil spenna víðsvegar um landið. Síðasti leikur Blika var gegn Stjörnunni á útivelli og var vel mætt á völlinn og var ég á meðal áhorfenda.

Það er ekki frásögu færandi nema það að efnt var til átaks. Menn voru hvattir til að mæta í fjólublárri v-hálsmáls peysu sem Ólafur Kristjánsson þjálfari Blika var búinn að klæðast í nánast hverjum einasta leik á tímabilinu. Peysan var því orðin að hálfgerðu kennileyti þjálfarans enda gekk liðinu hans vel þegar hann skartaði henni á hliðarlínunni.

Ég hafði keypt nákvæmlega eins peysu í Dressmann fyrir nokkrum árum og þar sem ég átti ekki treyju með merkjum Breiðabliks ákvað ég að fara í henni á leikinn. En ég ákvað að ganga lengra með þetta. Á meðan flestir létu peysuna duga þá fannst mér það ekki nógu tilkomumikið. Eins og alþjóð veit að þá er ég rauðhærður en ekki sköllóttur eins og Ólafur. Ég fékk því lánaðan skalla hjá frænda mínum sem var með smá hári á. Þar að auki gróf ég upp gömul gleraugu sem ég notaði í leikritinu Með fullri reisn í MK en þar lék ég einmitt homma sælla minninga.

Útlitið vakti vægast sagt athygli á leiknum og mér leið eins og poppstjörnu á tímapunkti. Ég var á býsna góðum stað í stæði og var alveg fremst við auglýsingaskiltin enda mættur tímanlega á völlinn. Leikurinn var flautaður á og allt lék í lyndi þrátt fyrir frekar skítt veður. Elskuleg móðir mín hafði tekið með sér skærgult ponsjú sem ég klæddi mig í til að halda mér þurrum. Stuttu eftir það ýtti Þorsteinn félagi minn við mér og benti mér á að ljósmyndari á hliðarlínunni væri að reyna að ná mynd af mér. Ég setti mig að í sjálfsögðu í stellingar enda ánægður með uppátæki ljósmyndarans.

Lífið hélt áfram og fór það svo að leikurinn endaði 0-0 sem dugði Blikunum til sigurs í deildinni þar sem að ÍBV missteig sig gegn Keflavík. Trylltur dans var stiginn um kvöldið og Kópavogsbær var grænn næstu daga. Það var svo á mánudaginn að ég komst að því að ljósmyndarinn var að mynda fyrir mbl.is og svo skemmtilega vildi til að myndin var birt á vefnum.

Ljósmyndin
Ljósmyndin fræga Ég í múnderingunni ásamt móður minni, litla bróður og Þorsteini. 

Eins og sjá má á myndinni að ofan að þá myndu fæstir telja að hér væri ég að reyna að líkjast Ólafi Kristjánssyni en því miður gerði ég mér ekki grein fyrir því fyrr en löngu eftir leik. Öllu meira vit væri í því að segja að ég liti út eins og Andy í Little Britain enda fannst það mörgum sem sáu mig og myndina. Ég ætla því að sýna ykkur samanburð á Óla og Andy og leyfa ykkur lesendum góðum að dæma fyrir ykkur sjálf.

Andy Kri
Andy (fyrir miðju) x Óli Kri = Andy Kri

Það er deginum ljósara að ef Óli Kri myndi bæta aðeins á sig, láta hárið sem er eftir vaxa, skipta um gleraugu og brosa aðeins að þá væri hann nánast sami maður og Andy. Ég er þó ekki að hvetja hann til þess bara að benda á að möguleikinn er fyrir hendi.

Ég segi allavega fyrir mitt leyti að mér finnst ég ná Andy talsvert betur en Óla og kannski spurning um að ljósmyndari Morgunblaðsins hafi haldið svo, að sjálfur Andy væri mættur á völlinn með barninu sínu sem getið var í hjólastól. Ég áfellist hann allavega ekki.

En uppátækið nýttist mér ef svo má segja á hrekkjarvökunni í fyrra en þá notaði ég sömu hugmynd og mætti sem Andy í hrekkjarvökupartý sem margir þjóðfræðinemar muna kannski glöggt eftir. Þar átti fólk ekki í vandræðum með að vita hvern ég væri að reyna að stæla og var ég ófáum sinnum beðinn um að koma með einhverja línu frá Andy. Þar var t.d. önnur skemmtileg ljósmynd tekin og leyfi ég henni að sjálfsögðu að fylgja með.

Andy (2)
Hrekkjarvöku Andy Fullkomnun hefði ég reddað hjólastól.

En dagurinn sem Breiðablik varð Íslandsmeistari verður mér lengi í minnum hafður bæði fyrir afrek Blikanna, ljósmyndina og svo má ekki gleyma treyjunni sem Elfar Freyr gaf mér eftir leik sem hengur óþvegin uppá skáp heima. Spurning hvort að ég mæti ekki bara í þessari múnderingu á hvern einasta leik með Blikum á næstu leiktíð?


Sambandsfitan mín

Ég rakst á grein um daginn á hinum annars ágæta vef bleikt.is undir fyrirsögninni "Kærustufaggi". Henný Moritz, höfundur greinarinnar, ræðir þar hvað það er að vera kærustufaggi og hvað skemmtilegir einstaklingar breytast mikið þegar þeir fara í samband. Það var margt áhugavert í greininni að mínu mati og gæti ég alveg kvittað undir nokkur atriði þarna með góðri samvisku. 

Eitt af því er t.d. hin alræmda sambandsfita. Í greininni segir: "Kærustufagga er eðlilegt að fitna og slappast". Ég viðurkenni fúslega að ég hef fitnað síðan ég byrjaði með henni Kristínu minni en þó líklega af öðrum ástæðum en flestir aðrir kærustufaggar.

Atvikið átti sér stað 22. september árið 2009 og ég man eftir þessum degi eins og hann hefði verið í gær. Þá var ég ekki byrjaður með Kristínu en ég hafði svona verið að reyna að fá hana á deit. Það gekk hinsvegar ekkert alltof vel til að byrja með, hún neitaði eða frestaði alltaf en hélt mér þó alltaf heitum. Þennan miðvikudag stóð til boða að fara í sparkbolta með nokkrum HK-ingum í nístingskulda. En ég vildi ólmur hitta Kristínu og bjóða henni á rúntinn eða eitthvað álíka.

Daginn áður hafði hún játað þessum hitting en á allra síðustu stundu beilaði hún og gaf upp þessa ástæðu: "Ég er að fara í öldulaugina í Álftanesi með vinkonum mínum" sagði hún á msn og hljómaði eins og fermingarbarn í mínum eyrum. Ég sló því á þráðinn til strákanna og bauð komu mína í sparkboltann. Því hefði ég betur átt að sleppa.

Í boltanum var tekist mishart á. Ég var svona þekktastur fyrir að gera eitthvað upp úr engu, oftast vegna heppni og ég átti það líka til að vera harður í horn að taka. Ég ætlaði einmitt að láta Samma 70 finna til tevatnsins í einni sókninni. Hann geystist upp völlinn og missti boltann aðeins frá sér. Ég sá strax í hvað stefndi og hljóp að boltanum og ætlaði svo að senda Samma alla leið uppí Garðabæ en hann þykir mjög lítið eintak af manni. Ég setti allan minn skriðþunga (p := m v) í verkefnið og henti mér svona útí loftið og beið eftir snertingunni frá Samma. En snertingin kom aldrei og því flaug ég útí loftið og lenti óvænt með hægri löppina á gervigrasinu örfáum sekúndum síðar. Það skilaði sér í krossbandssliti og sködduðum liðþófa í hægra hné. Sammi var klókur og sleppti því að fara í návígið enda ekki mikið fyrir Garðabæinn.

Það kom ekki í ljós fyrr en í desember sama ár hvað amaði að mér en ég hafði alltaf frestað því að fara í skoðun enda ekki vanur að meiða mig illa. Skilaði það sér í nokkrum boltum í viðbót sem endaði oftar en ekki eftir örfáar mínútur. Eitt sinn var ég borinn af velli illa þjáður í Sporthúsinu af tveimur félögum og fór svo á Airwaves hátíðina sömu helgi og þið getið rétt ímyndað ykkur sársaukann að standa tímunum saman yfir misgóðum hljómsveitum.

Ég fór svo í aðgerð í mars næsta ár og smátt og smátt byrjuðu kílóin að hrannast á mig. Frí í 6 vikur eftir aðgerð gerði útslagið og sáu Kristín og móðir mín um að halda mér við efnið með bakkelsi og brauði.

Mér þykir það mikil kaldhæðni að ég væri jafnvel 10-20 kílóum léttari með heilbrigt hné í dag hefði Kristín haldið sig við það sem ákveðið var og ekki tekið upp á því að fara í tilþrifalausa sundferð með einhverjum stelpukjánum. Í staðinn fór ég í sparkbolta og rústaði á mér hnénu. Já sambandsfitan leggst á flest pör og eru sameiginleg afleiðing tveggja einstaklinga. Kristín tók forskot á sæluna og sá til þess að ég myndi fá langvarandi sambandsfitu. Ég hélt að hún myndi missa áhugann á mér ef ég myndi bæta á mig en nú sé ég að það var nákvæmlega það sem hún vildi.

Krossband
Fyrstu dagar eftir aðgerð, Kristín virðist vera stolt af sköpunarverki sínu.

Þið sem einhleyp eruð, farið gætilega ef deitið beilar skyndilega á fyrirfram plönuðum hitting, það gæti verið að leggja á ráðin.


127 Hours (2010)

*****/***** 

Ég skellti mér á myndina 127 Hours um helgina en ég hafði beðið hennar með mikilli eftirvæntingu. Að vísu fór raunverulegi atburðurinn sem átti sér stað 2003 algjörlega framhjá mér í fjölmiðlum enda líklega að pæla í allt öðrum hlutum á þeim tíma.

Leikstjóri myndarinnar er meistari Danny Boyle en hann hefur meðal annars leikstýrt myndum a borð við Trainspotting, 28 Days Later og Slumdog Millionaire sem fór sigurför um heiminn fyrir ekki svo löngu síðan. James Franco fer svo með aðalhlutverkið en hann hefur verið að koma sterkur inn síðustu ár með myndum eins og Pineapple Express, Milk og auðvitað Spider-Man þríleiknum.

Aron Ralston (James Franco) er nettur adrenalín fíkill sem unir sér best í náttúrunni og að þessu sinni er hann staddur í Utah þar sem hann stundar að príla í gljúfrum í öllum stærðum og gerðum. Allt gengur vel og kynnist hann meira að segja tveimur skvísum sem hann platar í smá vatnsleik í einni klettasprungunni. Hann heldur svo sína leið sem á eftir að hafa afdrifaríkar afleiðingar á líf hans til frambúðar og hér mæli ég með að fólk stoppi ef það er ekki búið að sjá myndina.

Aron er í eigin heimi þegar hann dettur um lausan grjóthnullung ofan í stóra sprungu með þeim afleiðingum að hann festist þar sem grjótið lendir beint á hægri handlegg hans. Hann reynir hvað hann getur til að losa sig en steinninn haggast ekki þrátt fyrir nokkrar ágætis tilraunir. Eins og titillinn gefur til kynna þá dúsir hann niðri í sprungunni í 127 klst. eða í rúmlega 5 daga. Hjálpin hefði kannski komið hefði hann látið eitthvern nákominn vita af ferðum sínum en hann klikkaði á því.

Ég get vel skilið að fólk kannski heillist ekki beint að hugmyndinni, að horfa á mann fastan í einhverri sprungu í einn og hálfan tíma. En það er vel þess virði enda er Danny Boyle klárlega rétti maðurinn í að matreiða svona mynd og koma henni vel til skila. Áhorfandinn dettur inn í þankaganga Arons og það að hann skildi gleyma rauða Gatorade drykknum í fjandans bílnum er eitt og sér frábært atriði. Þar að auki var hann með upptökuvél á sér sem hann tjáði sig í á mismunandi hátt í gegnum myndina. Maður fékk því nett að upplifa þessa ömurlegu stöðu sem hann var staddur í. Atriðin þegar hann er að drekka vatnið sitt (í hófi) gerðu mig líka virkilega þyrstann fyrir hlé, svo ég mæli með að þið farið ekki þyrst á myndina!

Að lokum fer það svo að hann ákveður að brjóta á sér hendina og skera hana af með vasahníf enda var það eina ráðið ef hann vildi halda lífi. Það var erfitt að sitja í salnum og hlusta á alla þá braki og bresti í beinunum á meðan hann var að losa sig við handlegginn en þá kom Sigur Rós til bjargar. Lagið "Festival" fær nefnilega að hljóma þegar Aron er búinn að frelsa sig og reynir að koma sér til læknishjálpar sem tekst að lokum. Lokasenan er gríðarlega falleg og "Festival" smellpassar inní atriðið enda var ég við það að breytast í gæs í sætinu mínu!

Mér finnst myndin vera góð ábending fyrir áhorfandann að náttúran hefur ennþá yfirhöndina og þó svo að við séum búin að eyðileggja marga hluta hennar og byggja upp stórhýsi og hvað eina að þá erum við ennþá svo lítil í samanburði við t.d. jarðskjálfta, flóð, fellibyli og í þessu tilviki grjóthnullung í Blue Canyon í Utah! Þar að auki eins og gagnrýnandi Frétta- eða Morgunblaðsins benti svo skemmtilega á að þá þarf Aron Ralston að taka ákvörðun sem mun hafa áhrif á líf hans til frambúðar. En einmitt stöndum við flest frammi fyrir því að þurfa að taka afdrifaríkar ákvarðanir á lífsleiðinni til að betrum bæta líf okkar á einn eða annan hátt. Það er erfitt að rífa sig upp af rassgatinu og gera eitthvað í málinu en það mun heldur betur borga sig á endanum.

Það er gaman að segja frá því að hinn raunverulegi Aron Ralston er á lífi í dag (35 ára) og á hann konu og eitt barn. Þrátt fyrir þessa hræðilegu lífsreynslu þá er hann hvergi banginn og heldur áfram að klífa fjöll og gljúfur.

Aron Ralston & James Franco
Meistararnir tveir, Aron Ralston og James Franco.


Jóhanna Guðrún kann ekki að tapa

Ég er búinn að reyna eins og ég get að skrifa ekki um það sem ég varð vitni af síðasta laugardagskvöld þegar ég sat í faðmi fjölskyldunnar og horfði á Söngvakeppni sjónvarpsins. Vanalega kenni ég mig ekki við keppnina öðruvísi en í glasi og góðum drykkjuleik en þátttaka Jóhönnu Guðrúnar vakti áhuga minn.

Vil ég meina að árangur hennar í keppninni árið 2009 hafi stigið henni gjörsamlega til höfuðs. Í rauninni hefði ég viljað óska þess að einhver annar hefði staðið í þessum bláu seglum og sungið sig inní hjörtu Evrópubúa. En sú varð raunin að litla barnastjarnan hreppti annað sætið og jafnaði þar með besta árangur Íslands í keppninni þökk sé Selmu og félögum 1999 í öllu hressari atriði.

Líklega hefur dagskrá söngkonunnar verið frekar þunnskipuð uppá síðkastið þar sem hún ákvað að taka þátt í annað sinn með það að markmiði að fá fleiri símtöl. Hún flutti lagið "Nótt" að þessu sinni ásamt kærastanum sínum, allt voðalega sætt eitthvað og hlaut náð fyrir augum landans að sjálfsögðu og komst áfram í úrslitaþáttinn.

Ég sá nokkur viðtöl við hana í fjölmiðlum fyrir úrslitaþáttinn og það er alveg æðislegt að hlusta á svona atvinnumann tala. Það virtist vera svo miklu meira lagt í hennar atriði heldur en öll hin og þar af leiðandi ekki við öðru að búast en að hún myndi lenda í fyrsta sæti. En annað kom heldur betur á daginn og var æðislegt að fylgjast með viðbrögðum fyrrum barnastjörnunnar.

Svo fór að Magni komst réttilega áfram með lagið sitt "Ég trúi á betra líf" og þar á eftir fylgdi lagið "Aftur heim" eftir Sjonna Brink heitinn sem endaði svo á því að vinna og verða fulltrúi Íslands í Þýskalandi í maí. Ég ætla að sleppa því að gagnrýna sigurlagið en að mínum dómi hefði Magni átt að fara með hálsklútinn út.

Þegar tilkynnt var að "Aftur heim" væri hitt lagið sem hefði endað efst í kosningunni sást borðið hennar Jóhönnu Guðrúnar afar vel og varð mér mikið skemmt. Vonbrigðin í augum hennar leyndu sér ekki og hún var ekkert að hafa fyrir því að klappa þó ekki væri nema bara til að sýna Sjonna Brink smá vott af virðingu. Úrslitin komu henni svo mikið á óvart að ég er hræddur um að nóttin hafi verið erfið fyrir hana og sérstaklega kærastann hennar.

Jóhanna Guðrún í fýlu
Þegar úrslitin voru tilkynnt.

Daginn eftir kom hún með yfirlýsingu á facebook síðu sinni undir fyrirsögninni "Júróvisjón í gær".

"Elsku íslendingar.

Það er ekki gaman að tapa, sérstaklega þegar maður er búin að leggja alla sína krafta í eitthvað sem maður trúði á.

Því finnst mér grátlegt þegar fólk gagnrýnir mann fyrir að fagna ekki þegar úrslitin voru tilkynnt, ég held að flestir hafi ekki hugmynd um vinnuna sem liggur að baki.

En fólk er búið að skjóta föstum skotum á mig í dag fyrir viðbrögð mín við vali kjósenda á tveimur efstu lögunum. Auðvitað er þetta sárt. En ég virði val þjóðarinnar, og áður en ég fór heim gekk ég hringinn og kyssti alla þá sem voru viðstaddir. Þetta eru allt kollegar mínir og ég samgleðst þeim innilega og óska þem góðs gengis. :)"

Hérna er hún augljóslega að reyna að bjarga andliti sínu eftir laugardagskvöldið en henni mistekst það að mínu mati. Heldur hún í alvöru að hún sé sú eina sem leggur eitthvað á sig til að gera atriði sitt sem flottast? Er það góð og gild ástæða þess að samgleðjast ekki þeim sem unnu sigur úr bítum? Ég sá ekki betur en að Magni hafi um leið og úrslitin voru tilkynnt labbað til allra strákanna og Þórunnar og óskað þeim til hamingju, ekki vottur af hroka eða fýlu enda er Magni algjör fagmaður.

Ef að Jóhanna ætlar eitthvað að enda í þessum bransa og taka þátt í svona keppni þá þarf hún líka að kunna að tapa því annars á hún bara alls ekkert erindi í svona lagað ef hún fer bara í fýlu ef hún vinnur ekki. Hún verður að átta sig á því að það verður ekki allt að gulli sem hún snertir. Ég vona bara innilega að hún fái einhver símtöl á næstunni svo hún þurfi ekki að hætta að leika sér og fara í skóla og læra. Hún hefði reyndar gott af því enda skrifar maður "íslendingar" með stóru í-i.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband