Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Benicŕssim 2011: Föstudagur

Eftir ađ hafa legiđ í skugga mest allan daginn var loksins komiđ ađ ţví ađ fara á tónleika og spennan var í hámarki ţví nú var komiđ ađ ţeim hljómsveitum sem drógu okkur krakkana á hátíđina.

Ég byrjađi kvöldiđ á pönksveitinni gođsagnakenndu The Undertones sem tilkynnti strax í byrjun ađ ţeir ćtluđu ađ spila fyrstu plötu sína í heild sinni sem var ađ mínu mati mjög sterkur leikur. Lög eins og "Here Comes the Summer", "Jimmy Jimmy" og síđast en ekki síst "Teenage Kicks" fengu ađ óma viđ gríđarlega góđar undirtektir áhorfenda. Söngvarinn Paul McLoone var í banastuđi uppi á sviđi en vissulega hefđi veriđ skemmtilegra ađ sjá upprunalega söngvarann Feargal Sharkey ţenja raddböndin á FIBCLUB sviđinu ţetta kvöldiđ. Mjög svo skemmtilegir tónleikar og góđ byrjun á ţessu föstudagskvöldi.

Stefnan var nú tekin á nćststćrsta sviđ hátíđarinnar FIBERFIB.COM til ađ sjá franska dúettinn Herman Düne en ţeir eru sagđir undir áhrifum frá mönnum eins og Bob Dylan, Leonard Cohen og Chuck Berry. Ţó ţeir tali um sig sem dúett eru fleiri sem spila međ ţeim á tónleikum svo úr verđur ansi ţétt og góđ hljómsveit. Ég var virkilega ánćgđur međ Herman Düne en sveitin stóđst vćntingar mínar og vel ţađ. Ţađ sveif yfir ţeim gamaldags og ţćgileg stemning og fćrni gítarleikarans minnti oftar en ekki á stjörnutakta Chuck Berry. Ţar ađ auki eiga ţeir bara fjandi góđ lög og fyrir Íslendinga mćli ég hiklaust međ nýju plötunni ţeirra Strange Moosic.

Eftir nokkur gefins karamelluskot var haldiđ aftur ađ FIBERFIB.COM sviđinu í ţeim tilgangi ađ bera The Stranglers augum. Hljómsveitin hefur lengi veriđ í uppáhaldi hjá Dagfaranum og ekki síst lagiđ "Golden Brown" sem er líklega ţađ besta sem samiđ hefur veriđ á ţessari jörđ. Ţví miđur vorum viđ í tímaţröng ţar sem stutt var í The Strokes en til allrar lukku var "Golden Brown" einmitt síđasta lagiđ sem ţeir tóku áđur en viđ héldum á brott. Ţađ var međ sorg í hjarta sem viđ kvöddum The Stranglers enda sýndu ţeir ađ ţeir hafa engu gleymt í tónleikahaldi.

Ţá var komiđ ađ fyrstu hljómsveitinni sem var svona ástćđan fyrir ţví ađ viđ skelltum okkur á Benicŕssim hátíđina, The Strokes. Spennan var mikil í hópnum enda um eina merkilegustu hljómsveit 21. aldarinnar ađ rćđa. Ţeir létu reyndar bíđa eftir sér í nokkrar mínútur en byrjuđu međ látum á laginu "New York City Cops" er ţeir mćttu loksins. Tekin voru lög af öllum ferlinum en ţó var mest tekiđ af Is This It plötunni, gallhörđum ađdáendum til mikillar gleđi. Ţó ađ ţeir hafi spilađ lögin sín óađfinnanlega mátti greinilega sjá ađ lítill kćrleikur er í gangi hjá hljómsveitinni ţessa stundina og fannst mér ţađ bitna á skemmtanagildi tónleikana. Ţeir spiluđu einnig hálftíma minna en til stóđ og fannst mér alveg vera pláss fyrir lög eins og "12:51" og "Heart in a Cage" sem hefđu fullkomnađ ţessa tónleika fyrir mér. Góđir tónleikar en ekki fullkomnir.

Breska hljómsveitin Friendly Fires var nćst á sviđ og ţvílíkir tónleikar sem ţeir buđu uppá! Ég vissi reyndar ađ ţeir vćru góđir en ekki svona góđir. Á eitthvern ótrúlegan hátt blanda ţeir saman indí rokki, fönki og diskó tónlist svo úr verđur svakaleg partý tónlist. Stemningin var einhvern veginn allt önnur en á The Strokes og var söngvarinn kófsveitti Ed Macfarlane í sérstaklega miklu stuđi sem skilađi sér beint til áhorfenda. Ţeir spiluđu lög af báđum plötum sínum og skiptu ţeim bróđurlega á milli sín en ţeir gáfu einmitt út plötuna Pala fyrr á ţessu ári og sá Dagfarinn ástćđu til ţess ađ nefna hana í fćrslu sinni um fyrri hluta plötuársins 2011. "On Board" var hápunkturinn ađ mínu mati enda dillađi ég mér eins og ég ćtti lífiđ ađ leysa. Friendly Fires tókst ađ loka ţessum góđa flöskudegi međ stćl og vćri ég alveg til í ađ sjá ţá aftur einn daginn.

Ed söngvari Friendly Fires
Eins og sjá má á ţessari mynd var Ed Macfarlane í góđum gír!

Erfitt var ađ sjá á eftir: James Murphy, The Morning Benders, The Stranglers


Benicŕssim 2011: Fimmtudagur

Dagfarinn hefur veriđ vant viđ látinn síđustu daga, bćđi í Barcelona og á tónlistarhátíđinni FIB - Benicŕssim í samnefndu sveitafélagi. Hátíđin hefur veriđ haldin frá árinu 1995 viđ góđan orđstír en hátíđina sćkja ađallega Bretar ásamt Spánverjum. Ég ákvađ snemma á árinu ađ ţetta vćri tónlistarhátíđin sem ég vildi fara á en mjög snemma var tilkynnt ađ Arcade Fire, Arctic Monkeys og The Strokes vćru ađal númerin. Stađsetningin heillađi líka, sólarströnd á daginn og tónleikar á kvöldin. Gerist ţađ betra? Líklega já.

Viđ vorum átta Íslendingar sem sóttum hátíđina saman og var tímanum eytt í Barcelona fyrir og eftir hátíđina. Viđ tókum lest til Benicŕssim á miđvikudegi en hátíđin sjálf hófst daginn eftir. Eins og gefur ađ skilja er ekki hćgt ađ hafa tónleika yfir daginn sökum hitans og styrk sólarinnar svo flestir tónleikarnir hófust um sex, sjö leytiđ.

Ég missti af fyrstu tónleikum dagins sökum verslunarleiđangurs sem ćtlađi engan endi ađ taka. Ţađ var hljómsveitin The Spires frá Sheffield í Bretlandi en hún minnir um margt á hljómsveitina White Lies. Mér til mikillar gremju heyrđi ég ađallagiđ ţeirra í fjarska ţegar ég var ađ setja birgđirnar í tjaldiđ en ţađ ţýddi ekkert ađ hengja haus, kvöldiđ átti eftir ađ verđa gott.  

Illa brenndur ráfađi ég um svćđiđ og skođađi. Sviđin voru ţrjú talsins og ţar sem ekkert annađ sérstakt var í gangi ákvađ ég ađ kíkja á rokkarana í Layabouts en ţeir eru einmitt frá Spáni. Samkvćmt ţeim eru ţeir eina spćnska hljómsveitin sem syngur á ensku og fannst mér nokkuđ sérstakt af ţeim ađ vera hreyta ţví í lýđinn sem var líklega allur spćnskur fyrir utan mig og frú. Ţađ var mikiđ í gangi á sviđinu hjá ţeim, mikiđ rokk og góđ keyrsla en mér fannst ţví miđur eins og ţeir vćru ađ spila sama lagiđ í ţrjú kortér.

Nćst á sviđ var Russian Red en ţađ er listamannsnafn Lourdes Hernández sem ćttuđ er frá Spáni. Hin mjög svo myndarlega Lourdes er stundum kölluđ Feist Spánar og ekki af ástćđulausu. Hún býr yfir virkilega góđri rödd og mikilli útgeislun. Hún átti góđa spretti međ hljómsveit sinni og smátt og smátt var kvöldiđ ađ braggast.

Paolo Nutini var nćstur í röđinni en ţađ var fyrsta nafn kvöldsins sem ég var virkilega spenntur fyrir. Hann byrjađi međ látum í laginu "Jenny Don't Be Hasty" og hélt áhorfendum međ ţvílíku hređjartaki alla tónleikana. Ég var ađ búast viđ ágćtum söngvara í Nutini en hann sýndi ţađ og sannađi ađ hann er einfaldlega hörku söngvari og gerđi hann ágćtis lög ađ frábćrum lögum međ flutningi sínum ţetta kvöldiđ. Ţökk sé pípum Nutinis og keyrslu hljómsveitarinnar voru ţetta bestu tónleikar kvöldsins ađ mati Dagfarans!

Ţađ vakti mikla athygli ţegar taktkjafturinn Faith SFX mćtti á sviđiđ á undan Plan B og sýndi listir sínar fyrir framan mörg ţúsund manns. Líklega besti taktkjaftur sem ég hef heyrt í á ćvinni og í raun ótrúlegt ađ ađeins einn mađur geti framkvćmt svo mörg hljóđ. Loks mćtti Plan B á svćđiđ og byrjađi tónleikana á laginu "The Recluse". Ţađ virtist há tónleikunum ađ upphitunin hjá Faith SFX var mun kröftugri heldur en sjálfir tónleikar Plan B og er ţađ súrt í ljósi ţess ađ Plan B er verulega flottur tónlistarmađur og flytjandi međ mörg frábćr lög. Ég ráđlegg Plan B ađ sleppa taktkjaftinum nćst.

Ţá var loksins komiđ ađ Mike Skinner og félögum í The Streets. Mike Skinner er búinn ađ gefa ţađ út ađ ţetta sé síđasta starfsár hljómsveitarinnar sem er skandall ţar sem nýja efniđ er rosa gott. Ţađ var ţví mikilvćgt ađ geta séđ ţennan snilling áđur en hann hćttir. Tónleikarnir voru mjög svo góđir enda kann Mike Skinner ađ skemmta áhorfendum sínum. Tekin voru lög af öllum ferli The Streets og meira ađ segja af plötunni Everything Is Borrowed sem Dagfarinn gagnrýndi á tíma sínum hjá Monitor. Ţađ sem mér ţótti ţó merkilegast viđ tónleikana var söngvarinn Robert Harvey sem syngur og spilar međ The Streets ţessa dagana. Hann er fyrrum ađal söngvari hljómsveitarinnar The Music og ţar minnti hann helst á Robert Plant međ sítt liđađ hár og alles. En í dag er hann nauđa sköllóttur og ber sig eins og hinn versti rappari. Engu ađ síđur flottir tónleikar og hefđi ég líklega notiđ ţeirra betur ef ekki hefđi veriđ fyrir slćman sólbruna!

Kvöldinu var svo lokađ međ ţví ađ sjá restina af settinu hjá Chase & Status en gaman hefđi veriđ ađ sjá ţá tónleika í heild sinni enda eru ţeir menn afar hrifnir af góđri stemningu. Frábćr fimmtudagur ađ baki sem gaf góđ fyrirheit um komandi helgi.

Erfitt var ađ sjá á eftir: Chase & Status, Congotronics Vs Rockers, Crystal Fighters, Julieta VenegasThe Spires


Plötuáriđ 2011: fyrri hálfleikur

Ég verđ ađ viđurkenna ađ tónlistaráriđ í ár hingađ til hefur veriđ býsna gott á öllum sviđum. Margir flottir tónleikar hafa veriđ í bođi, búiđ er ađ opna Hörpuna og hljómsveitir hafa veriđ duglegar ađ gefa út nýjar plötur, ţó ađallega erlendar. Ţó verđ ég ađ minnast á floppiđ sem tónleikar Hurts voru í Vodafone-höllinni en afar pínlegt var ađ vera á međal gesta í rafmagnsleysinu ţar.

Áriđ í plötuútgáfum fór ţó nokkuđ hćgt af stađ og náđu til ađ mynda plötur White Lies og Hercules & Love Affair ekki sömu hćđum og forverar ţeirra gerđu. Adele sýndi heiminum ađ hún er hörku söngkona og stimplađi sig rćkilega inní tónlistarflóruna međ annarri plötunni sinni, 21. Í lok mánađarins komu svo sitthvorar sprengjurnar frá hljómsveitunum Chase & Status og The Go! Team sem er líklegast ađ toppa hér á nýjustu plötu sinni Rolling Blackouts.

 

Febrúar var stuttur og laggóđur og byrjađi blítt á frumburđi James Blake sem býđur uppá afbragđs döbbstepp í fallegum útsetningum. Gleđisveitin Cut Copy frá Ástralíu sendi svo frá sér vel heppnađa skífu en hljómsveitin tređur einmitt uppá Nasa ţann 20. júlí nćstkomandi. PJ Harvey sendi frá sér sína áttundu breiđskífu Let England Shake en henni hefur veriđ tekiđ býsna vel af gagnrýnendum. Ţađ voru svo engir ađrir en kóngarnir í Radiohead sem gáfu óvćnt frá sér hina mögnuđu The King of Limbs sem hefur dafnađ virkilega vel í eyrum Dagfarans.

 

Í mars leit önnur plata Sin Fang (ekki lengur Bous) dagsins ljós en Dagfarinn hafđi beđiđ hennar međ mikilli eftirvćntingu og var ekki svikinn. Fátt var um fína drćtti fyrir utan landsteina en ég uppgvötvađi loksins Noah and the Whale sem sendu frá sér hina frábćru plötu Last Night on Earth en síngúllinn "L.I.F.E.G.O.E.S.O.N." hefur slegiđ gegn á öldum ljósvakans. Svo má alls ekki gleyma fjórđu breiđskífunni frá The Strokes, Angles, en hún tók sér tíma í ađ heilla Dagfarann en honum ţykir hún dálćti daginn í dag.

 

Apríl var nokkuđ rólegur mánuđur en ţó verđ ég ađ nefna til sögunnar vel heppnađa plötu frá Timber Timbre sem spilađi á seinustu Airwaves hátíđ viđ góđan orđstír. Panda Bear sendi frá sér Tomboy en ţađ hlýtur ađ teljast hans ađgengilegasta verk til ţessa. Sigurinn ţennan mánuđinn áttu ţó tilraunadýrin í TV on the Radio međ nýjustu plötu sinni Nine Types of Light. Líklega ekki besta platan úr ţeirra herbúđum en engu ađ síđur mjög góđ.

 

Eitthvađ meira var í gangi í maí mánuđi. Međlimir Fleet Foxes stóđust pressuna og skiluđu af sér afbragđs breiđskífu í Helplessness Blues. Beastie Boys gáfu svo út hina klikkuđu Hot Sauce Committe Part Two en Dagfarinn á eftir ađ gefa henni frekari hlustanir en hann er rétt ađ jafna sig eftir ţá fyrstu. GusGus + Urđur og Högni gerđu allt vitlaust á Íslandi og víđar međ áttundu plötu sinni, Arabian Horse sem ţykir einkar vel heppnuđ. Friendly Fires gera svo virkilega fína hluti á sinni annarri breiđskífu Pala og toppa frumburđ sinn, ekki spurning! Dagfarinn á svo eftir ađ gefa nýju plötunum frá Death Cab for Cutie og Okkervil River frekari hlustanir.

 

Vigri opnađi júní mánuđ á eftirminnilegan hátt međ glćsilegum frumburđi sínum sem hćgt er ađ lesa gagnrýni viđ hér ađ neđan. Arctic Monkeys héldu júní-járninu heitu međ hinni frábćru Suck it and See og hysja um leiđ upp um sig brćkurnar sem ţeir misstu međ hinni slöku Humbug. FM Belfast gáfu loksins frá sér nýja plötu sem Dagfarinn ţarf ađ gefa betri gaum. Patrick Wolf stimplađi sig svo inní i-Tunes möppu Dagfarans međ hinni frábćru Lupercalia en hann minnir stundum á meistara Morrissey. Bon Iver gaf út samnefnda plötu en hann sló í gegn áriđ 2008 međ frumburđi sínum For Emma, Forever Ago. Hann gefur ekkert eftir á ţeirri nýju og má vel vera ađ hér séum viđ ađ tala um eina af plötum ársins. Hann sá annars um ađ loka ţessum spikfeita mánuđi sem er ađ mati Dagfarans sá besti hingađ til.

  

Mig grunar ađ fyrri hluti ársins verđi sterkari en sá seinni en ţó eru framundan nýjar plötur međ hljómsveitum á borđ viđ Beirut, Bombay Bicycle Club, Björk, Kanye West & Jay-Z, Pétur Ben, Red Hot Chili Peppers og Queens of the Stone Age. Einnig virđist áriđ 2011 ćtla vera ár hinna gömlu rokkara en vćntanlegar eru plötur frá Metallica, Megadeth, Soundgarden, Rage Against the Machine, Guns N' Roses og Aerosmith svo eitthvađ sé nefnt.

Dagfarinn flautar nú til seinni hálfleiks og óskar eftir jafn miklum gćđum og sáust í ţeim fyrri.

Skiptingar sem ekki voru notađar í fyrri hálfleik: Battles, Deerhoof, Eberg & Pétur Ben, Eddie Vedder, The Joy Formidable, Kurt Vile, Lykke Li, Paul Simon, R.E.M., SebastiAn, The Vaccines, Yelle.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband