Nýtt frá Arctic Monkeys

Tónlistarárið í ár stefnir í að verða nokkuð gott. Nú þegar hafa plötur með sveitum á borð við Radiohead, TV on the Radio, The Strokes, PJ Harvey, R.E.M. og James Blake litið dagsins ljós og það eru fleiri á leiðinni.

Arctic Monkeys sendir frá sér sína fjórðu hljóðversplötu 6. júní næstkomandi en hún ber heitið Suck It and See. Nú þegar eru þrjú lög aðgengileg á netinu en þau heita "Brick by Brick", "Don't Sit Down 'Cause I've Moved Your Chair" og "Piledriver Waltz". Fyrstu tvö lögin eru nokkuð keimlík en "Piledriver Waltz" er að mínu mati besta lagið af þessum þremur. Alex Turner samdi lagið fyrir kvikmyndina Submarine sem frumsýnd verður í sumar.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hin tvö lögin. Alex Turner virðist eitthvað hafa farið aftur í textagerð og þá finnst mér lagið "Brick by Brick" vera laust við allan metnað. Þetta er allavega ekki eitthvað sem maður bjóst við frá eins góðri hljómsveit og Arctic Monkeys. Hinsvegar ætti þetta ekki að koma á óvart því að síðasta plata þeirra Humbug þótti ekki eins góð og forverar sínir. Arctic Monkeys gæti því verið að kanna aðrar leiðir en það er bara ekki alveg að virka finnst mér. Ég vona af öllu mínu hjarta að hin lögin á plötunni séu í meiri klassa en þó verð ég að lýsa yfir hrifningu minni á "Piledriver Waltz" og er það virkilega ánægjulegt að það hafi fengið að vera með plötunni.

Hvað segja annars harðir aðdáendur Arctic Monkeys þarna úti um þessi lög?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég er sammála þessu. Síðasta lagið finnst mér flott, en hin tvö eru svona semi eins og Kasabian án groove-sins.

ELís (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 02:01

2 identicon

Piledriver waltz er eina lagið sem ég hlusta á þessa dagana! Hlakka til að sjá myndina ... trailer-inn sýnir nú ekki mikið en hver vill ekki horfa á Alex Turner í rúmlega tvo tíma?

Auður Inez (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 21:30

3 identicon

Eða gæja sem líkist honum kv. Auður sem er búin að læra yfir sig

Auður Inez (IP-tala skráð) 28.4.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband