Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Tvífarinn: Kjartan Szczesny & Brynjar Duff

Já þá er komið að því, Dagfarinn kynnir með stolti EM-tvífara sína en þeir eru ansi veglegir að þessu sinni.

Báðir tvífararnir eiga það sameiginlegt að stunda knattspyrnu af mikilli ástríðu og geta líklega ekki hugsað sér tilveruna án knattarins. Við hefjum leikinn á yngri leikmanninum.

 Brynjar Duff Damien Duff

Það þarf ekki að kynna þessa leikmenn en ég ætla samt að gera það. Brynjar Hlöðversson eða Brynjar Björn eins og hann er stundum kallaður þekkja allir sem búa í Breiðholtinu og einnig stuðningsmenn liða í næstefstu deild á Íslandi. Brynjar getur spilað allar stöður á vellinum en kann víst best við sig í vörninni eða á miðjunni fyrir framan miðverðina. Hann þykir mikilvægur innan sem utan vallar og hefur víst stórt hjarta að geyma.

Tvífari hans er Damien Duff en hann hefur komið víða við á ferli sínum og spilar nú með Írlandi á EM. Þeir eru ekki aðeins svipaðir í smettinu heldur þykja þeir sýna svipaða hörku og áræðni á grasinu græna. Glæsilegir tvífarar hér á ferð!

Kjartan Chesney Chesney 

Það er bara fáránlegt að Dagfarinn sé sá fyrsti sem opinberar þessa tvífara. Hlutverk þeirra á vellinum eru ansi ólík, Kjartan sér um að skora mörkin á meðan Szczesny sér um að koma í veg fyrir þau. En í útliti eru þeir líkir og gætu allt eins verið bræður, þeir eru meira að segja með sömu klippinguna!

Í öðrum fréttum má nefna að bjargvættur síðasta sumars, Gunnar á völlum, er mættur aftur á völlinn og hefur Dagfarinn tekið gleði sína á ný í kjölfarið. Nýjasta þáttinn, upphitunarþáttinn má sjá á þessari slóð hér: http://www.mbl.is/frettir/sjonvarp/73060/.

Njótið Gunnars sem og EM, góðar stundir!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband