Good Guys Gone Bad!

Nú fyrir stuttu síðan var það tilkynnt að leikarinn Joseph Gordon-Levitt hefði fengið kallið frá Christopher Nolan fyrir þriðju Batman-myndina, The Dark Night Rises sem er væntanleg í kvikmyndahús á sumartímanum á næsta ári. Þó er ekki búið að opinbera hvaða persónu Joseph kemur til með að leika en flestir reikna með því að hann leiki Alberto Falcone son mafíósans Carmine Falcone sem kom einmitt fyrir í Batman Begins og var leikinn af Tom Wilkinson.

Val Nolans ætti ekki að koma á óvart en Gordon-Levitt lék einmitt stórt hlutverk í síðustu mynd leikstjórans, Inception, sem var að margra mati besta mynd síðasta árs. Í myndinni breytti Joseph ímynd sinni rækilega og varð skyndilega að manni. Að vísu stóð hann sig líka vel í hinni rómantísku 500 Days of Summer en hann þurfti að sanna sig í spennumynd sem hann gerði svo sannarlega í Inception.

Það sem stóð upp úr að mati flestra í síðustu Batman-mynd, The Dark Night, var frammistaða Heath Ledgers heitins í hlutverki Jókersins. Ég held að það sé ekki til sá kvikmyndaunnandi sem var ekki brugðið við að heyra að Heath Ledger ætti að leika hinn útsmogna Jóker. Ég var t.d. einn af þeim, ég hafði ekki trú á því að þessi saklausi drengur frá Ástralíu gæti gert það gott í slíku hlutverki. En mér skjátlaðist og það illa því að Heath Ledger stóð sig það vel að hann lét Jack Nicholson líta illa út í samanburði og hreppti þar að auki Óskarinn fyrir leik sinn. Að vísu lét hann lífið áður en myndin var frumsýnd og jafnvel hafði hlutverkið einhver áhrif á dauða hans en hann gerði sig ógleymanlegan með frammistöðu sinni í myndinni.

Þess vegna ætla ég ekki að hafa neinar áhyggjur af því að Nolan hafi ákveðið að fá Gordon-Levitt til liðs við sig fyrir næstu mynd. Gordon-Levitt á eftir að standa sig vel, á því liggur enginn vafi en við skulum vona til Guðs að hann hljóti ekki sömu örlög og Heath Ledger.

Það sem er samt svo fyndið við þetta allt saman er það að báðir léku þessir öðlingar í gamanmyndinni 10 Things I Hate About You sem kom út árið 1999 en þá var Joseph 18 ára og Heath Ledger var tvítugur. Ef einhver hefði sagt mér þá að þessir tveir gæjar ættu eftir að leika helstu óþokkana í bestu Batman-myndum allra tíma eftir 10 ár hefði ég fussað og sveijað yfir því næstu daga. Ég hefði þó frekar trúað því að Heath Ledger myndi takast það enda var hann pínu skuggalegur og erfitt að reikna hann út. En Joseph Gordon-Levitt var algjört lamb í myndinni og ég man að mér fannst hann hálf glataður sem hinn seinheppni Cameron James.

En nú er fyrrum barnastjarnan orðin að þrítugum manni og myndi ég segja að hann eigi glæsta framtíð fyrir höndum haldi hann rétt á spöðunum. Það verður fróðlegt að sjá hvernig honum tekst upp í The Dark Night Rises og ég vona svo sannarlega að hann haldi geðheilsunni og lífi sínu annað starfsbróðir hans!

heath_levitt.jpg 
Fyrir utan það finnst mér þeir vera nauðalíkir og það skyldi þó aldrei vera að Joseph tæki bara við hlutverki Ledgers sem Jókerinn...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mer hefur alltaf þót þeir vera nauðalíkir einmitt

GK (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 23:27

2 identicon

Þeir eru óhugnalegir líkir á myndunum!

Auður (IP-tala skráð) 24.3.2011 kl. 23:57

3 identicon

þessir tveir menn eru sami maðurinn!

Ingvi (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:51

4 identicon

http://www.imdb.com/title/tt1345836/ Dark Knight Rises

http://www.imdb.com/title/tt0468569/ Dark Knight

Varð að benda á þetta K þarna, sorry, annars mjög gott blogg :)

Siggi (IP-tala skráð) 4.4.2011 kl. 09:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband