Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Nýtt frá Arctic Monkeys

Tónlistarárið í ár stefnir í að verða nokkuð gott. Nú þegar hafa plötur með sveitum á borð við Radiohead, TV on the Radio, The Strokes, PJ Harvey, R.E.M. og James Blake litið dagsins ljós og það eru fleiri á leiðinni.

Arctic Monkeys sendir frá sér sína fjórðu hljóðversplötu 6. júní næstkomandi en hún ber heitið Suck It and See. Nú þegar eru þrjú lög aðgengileg á netinu en þau heita "Brick by Brick", "Don't Sit Down 'Cause I've Moved Your Chair" og "Piledriver Waltz". Fyrstu tvö lögin eru nokkuð keimlík en "Piledriver Waltz" er að mínu mati besta lagið af þessum þremur. Alex Turner samdi lagið fyrir kvikmyndina Submarine sem frumsýnd verður í sumar.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um hin tvö lögin. Alex Turner virðist eitthvað hafa farið aftur í textagerð og þá finnst mér lagið "Brick by Brick" vera laust við allan metnað. Þetta er allavega ekki eitthvað sem maður bjóst við frá eins góðri hljómsveit og Arctic Monkeys. Hinsvegar ætti þetta ekki að koma á óvart því að síðasta plata þeirra Humbug þótti ekki eins góð og forverar sínir. Arctic Monkeys gæti því verið að kanna aðrar leiðir en það er bara ekki alveg að virka finnst mér. Ég vona af öllu mínu hjarta að hin lögin á plötunni séu í meiri klassa en þó verð ég að lýsa yfir hrifningu minni á "Piledriver Waltz" og er það virkilega ánægjulegt að það hafi fengið að vera með plötunni.

Hvað segja annars harðir aðdáendur Arctic Monkeys þarna úti um þessi lög?


Reykjavík Music Mess 2011

Dagfarinn var svo lánsamur að bjóðast frír miði á hátíðina Reykjavík Music Mess sem haldin var um helgina í fyrsta skipti. Já krakkar, það kann að hljóma undarlega en stundum getur það komið sér vel að vita eitthvað um tónlist.

Hátíðin hófst á föstudegi en þá kíkti ég í Norræna húsið og sá þar þrjár hljómsveitir. Fyrst sá ég Nive Nielsen frá Grænlandi sem var alveg þokkaleg en náði samt ekki að heilla mig nóg. Hljóðið var eitthvað að stríða hljómsveitinni líka og bassinn var til að mynda alltof hátt stilltur. En hljómsveitin fær prik fyrir að bjóða uppá óvenjuleg hljóðfæri eins og sög og gítar sem virtist vera úr Kornflex kassa!

Næst var komið að krúttsprengjunni Sóley en hún spilar á hljómborð í Sin Fang og Seabear ef mér skjátlast ekki. Hérna er hún komin með sitt eigið efni og er plata væntanleg frá henni en í fyrra gaf hún út EP plötuna Theater Island. Sóley var búin að smala saman í litla hljómsveit að eigin sögn en því miður var hún ekki nógu þétt sem er synd því að efniviðurinn lofar mjög góðu. Ég hlustaði svo á EP plötuna hennar þegar ég kom heim og þar var miklu betri hljómur eins og mig grunaði. Sóley hefur annars frábæra rödd og mér var mikið skemmt á tónleikum hennar sökum krúttleika og skemmtilegrar sviðsframkomu. Framtíðin lofar góðu hjá þessari stúlku.

Hljómsveitin Stafrænn Hákon lokaði svo kvöldinu í Norræna húsinu en upphaflega ætlaði ég að hlusta á eitt lag með þeim og fara svo heim en þeir héldu mér rígföstum í salnum og komu mér skemmtilega á óvart. Ekki láta nafnið plata ykkur, ég hélt að ég væri að fara að hlusta á rólega rafræna tóna en annað kom heldur betur á daginn! Tónlistinni þeirra mætti lýsa sem einhvers konar samsuðu af The Shadows og Godspeed You Black Emperor. Hljómsveitin var áberandi þéttust af því sem ég hafði séð þetta kvöld enda hafa þeir/hann gefið út plötur jafnt og þétt í 10 ár.

Á laugardeginum var ég aðeins búinn að fá mér og kvöldið lofaði mjög góðu þegar að meistari Sindri steig á stokk undir merkjum Sin Fang á Nasa. Eins og við mátti búast voru hljómgæðin í húsinu talsvert betri heldur en í því Norræna. Sin Fang naut sín til botns á sviðinu og það skilaði sér svo sannarlega útí salinn. Fyrir utan nokkra háværa fm-hnakka frá Þýskalandi sem að voru líklegast eitthvað villtir af leið voru þetta frábærir tónleikar.

Bandaríska hljómsveitin Lower Dens var næst á svið en hún hefur meðal annars hitað upp fyrir Deerhunter og Beach House. Lower Dens er svo sem ekki ósvipuð þeim hljómsveitum en hún á þó langt í land enda fannst mér indí rokkið sem þau buðu uppá ansi tilþrifalítið. Kannski hafði það áhrif að ég hef aldrei hlustað á hljómsveitina áður en tónlistin þeirra hreif mig allavega ekki neitt sérstaklega við fyrstu hlustun. Sviðsframkoma þeirra var líka döpur í meira lagi. 

Næst á svið var íslenska sveitin kimono en það tók mig nokkra stund að fatta kynið á söngvaranum. Að lokum komst ég svo að því að um karl væri að ræða enda bentu raddböndin hans til um eitt stykki pung. Þeir voru ögn harðari en ég bjóst við en það var bara gaman að fá smá fútt í þetta eftir vonbrigðin á undan. Virkilega flott band sem kann að spila á hljóðfærin sín og vera "fucking awesome" eins og einn gesturinn sagði.

Ég gekk svo fljótlega út eftir að Reykjavík!+Lazyblood byrjaði enda fattaði ég ekki tilburði söngkonunnar.

Sunnudagurinn var að mínum dómi þéttasti dagurinn. Ég hóf leikinn í Norræna húsinu þar sem að Mugison fór á kostum. Mér leið meira eins og gesti heima hjá honum heldur en tónleikagesti. Hann var gríðarlega heimilislegur og skemmtilegur og lék óaðfinnanlega á gítarinn sinn og minstrumentið sitt. Söngurinn var svo algjörlega sér á báti, maður heyrði hvert einasta orð og innlifunin hans skilaði sér beint í æðarnar á mér. Þá sérstaklega í laginu um hátíðina Aldrei fór ég suður. Besta íslenska hljómsveitin á hátíðinni, staðfest!

Skakkamanage tók svo við á Nasa og lék lögin sín af mikilli list. Ég verð þó að viðurkenna að ég er meira fyrir fýlinginn sem var á Lab of Love plötunni þeirra en þau hafa heldur betur bætt í eftir það. Uppátækið með vodkann var svo afar skemmtilegt en ég stóð frekar aftarlega og kunni ekki við að teyga af sama stút og svona 100 manns.

Það var svo ekki að ástæðulausu sem að Deerhunter lokaði þessari annars ágætu hátíð. Væri samt einhver til í að gefa söngvaranum Bradford Cox eitthvað að borða!?!? Það var virkilega óþæginlegt að horfa á hann og ég er ennþá að furða mig á því hvernig hann gat haldið á gítarnum sínum. En jæja, Deerhunter voru drullu þéttir og gerðu mikinn hávaða sem varð til þess að tónlistarmaðurinn Pétur Ben hélt fyrir eyrun á sér. Þeir skiptu jafnt á milli sín grípandi lagasmíðum og suðandi og háværum lögum þannig að bifhárin fengu að kenna alvarlega á því! Glæsilegt sett hjá þessari frábæru sveit.

Um hátíðina sjálfa hef ég í raun bara gott að segja. Það var ekki þessi brjálæðislegi troðningur og raðir sem að einkenna Iceland Airwaves, ágætis tilbreyting þar á ferð. Það gæti þó breyst í framtíðinni og tala nú ekki um þegar þeir draga svona stórfiska í land eins og Deerhunter. Norræna húsið fannst mér þó skrítin staðsetning, eiginlega ekki í göngufæri í nýstíngskulda í apríl og svo var alltaf eitthvað vesen með hljóðið. Fyrir utan það er þetta virkilega fín viðbót í íslenskt tónlistar- og menningarlíf og er það afar ánægjulegt á þessum síðustu og verstu.


Topp 5: Heitustu þjóðfræðinemarnir

Undanfarið hafa verið að birtast listar á bleikt.is yfir heitustu drengina í hinum og þessum fögum við Háskóla Íslands. Manni sárnar við að renna yfir þessa lista enda ekki um einn einasta þjóðfræðinema að ræða á neinum þeirra. Dagfarinn hyggst breyta því með því að velja 5 heitustu þjóðfræðinemana að hans mati. Listinn verður ónúmeraður og getið þið lesendur kosið þann sem ykkur þykir fallegastur hér til vinstri í þar til gerðri skoðanakönnun. Þar verður einnig hægt að velja um fleiri en þá sem náðu kjöri hjá Dagfaranum. Hér eru fimm heitustu þjóðfræðidrengirnir að mati Dagfarans.

Biggi Bassi Birgir Framboð
Birgir Bragason

Hver er ekki hrifinn af bassaleikurum? Nei ég bara spyr. Lífsgleðin skín úr augum Bigga allan daginn og öllum líður vel í kringum hann. Stelpur vilja vera hjá honum og strákar vilja vera hann! Biggi er Milljónamæringur af Guðs náð og á svo sannarlega skilið sitt sæti hér.

Guðjón alvarlegur Blikki
Guðjón Þór Grétarsson

Margfaldaðu saman Clint Eastwood og Owen Wilson og útkoman er Guðjón. Alvarlegur náungi sem sér samt fyndnu hliðarnar á málunum. Það er engin furða að Guðjón sé bundinn enda 'seriously good looking' drengur sem er með hlutina á hreinu.

Halldór Óli Fjalldór
Halldór Óli Gunnarsson

Hér erum við að tala um mann sem tekur sig ekki of alvarlega. Ávallt smekklegur til fara og vel greiddur hvað sem klukkuna vantar. Á ekki í erfiðleikum með fá fólk til að hlægja enda alltaf urmull af fólki (oftast stelpum) í kringum hann. Hyrnan í Borgarnesi er ekki söm eftir brotthvarf hans til Reykjavíkur.

Ólafur á sínum yngri árum Ólafur hissa
Ólafur Ingibergson

Maðurinn sem gerði lopapeysuna töff og gerði hana að kennileyti þjóðfræðinema í kjölfarið. Var í sjóhernum á sínum yngri árum en leystist uppí myndlistarmann sem endaði í þjóðfræði. Ólafi er margt til lista lagt og það lekur af honum karlmennskan. Ólafur er maður sem þú berð virðingu fyrir! 

Tóti tískulögga Tóti Trabant
Þorvaldur H. Gröndval


Það er ekki að ástæðulausu að Þorvaldur hafi lamið húðir í kynþokkafyllstu hljómsveit Íslandssögunnar. Þorvaldur er líklegast frægasti þjóðfræðineminn enn sem komið er. Hann hefur einstakt íslenskt útlit og maður getur léttilega gleymt sér í þykkri skeggrót hans. Hann þykir of gott módel fyrir Hagkaupsblaðið og í raun á engin stúlka svona ofurmenni skilið..

Aðrir sem komu til greina:

Andri Guðmundsson
Búi Stefánsson
Guðmundur D. Hermannsson
Jóhannes Jónsson
Nýnemafulltrúinn
Richard Allen
Sigurbjörn Gíslason
Tryggvi Dór Gíslason


Gullkorn: Viðtalið

Gullkorn er nýr liður hér á Dagfaranum en það felur í sér það að Dagfarinn grefur upp gömul og skemmtileg skjöl í tölvu sinni og birtir hér á síðunni. Hann ætlar nú að ríða á vaðið með að opinbera hér gamalt viðtal sem góðvinur hans Elfar Freyr tók við hann fyrir nokkrum árum síðan. Dagfarinn hefur ákveðið að birta viðtalið í sinni upprunalegu mynd en ítrekar þó að viðtalið er ekki allra og þá ættu alvarlegar mæður sérstaklega að halda sig frá þessari færslu. Viðtalið var líklega tekið í 10. bekk en Elfar og Dagfarinn voru skólabræður í Kársnesskóla. Hann skrifaði svo innganginn fyrir Rauðskaufa síðuna fornfrægu ábyggilega í kringum 2006-2007 en viðtalið var þó aldrei birt á þeirri síðu. Við gefum Elfari orðið.

Elfar Freyr Baslason heiti ég og er góðvinur Torfa Töff, nú ætla ég að skrifa nokkrar sögur um kallinn í von um að hljóta eitthvað af þeim frægðarljóma sem umlíkur "meistarann" einsog ég kýs að kalla hann.

Nú eins og glöggir fastagestir hjá Torfa töff vita þá er ég að sjálfsögðu fan no. 1 og ekkert minna, back in the days tók ég svo viðtal við kallinn og ætla ég að birta það núna.

Samningurinn var s.s. á þann veg að viðtalið yrði birt "uncencored" og hér kemur það, njótið vel, þess má auðvitað geta að við vorum vel breinglaðir og úrkynjaðir eftir 10unda bekk og [http://www.shiteaters.com] sem Jón Viðar nokkur og Indriði voru duglegir að heimsækja!

Ég ætla svo að halda uppteknum hætti í þessum lið og segja nokkrar vel valdar sögur þegar þannig liggur á mér, þangað til næst. BLELLER!

Hér kemur svo viðtalið!:

Hefuru eikkurtíman heyrt í mömmu þinni og pabba vera að ríða?
Já auðvitað, og það frekar oft!

Hvað eiga stelpurnar að gera til að kveikja í villidýrinu?
Vera í stuttum pilsum og prumpa.

Heitasta gjellan í bekknum?
Maríjúana.

Heitasta mamma vinar þíns?
Mamma hans Gunna, sérstaklega þegar hún tekur sig til og fer í "Tiger" dressið sitt.

Hver af húmoristatitlunum þremur var eftirminnilegastur? (þrefaldur húmoristi ársins í Þingó)
Ég verð að segja sá þriðji því þá var ég kominn með þrennuna miklu, en nr. 1 var nottulega mikilvægastur og mjög skrýtið að ég hafi hroppið hann þá.

Nefndu skemmtileg prumpuatvik?
Það var í vinnunni í verkfallinu, þá vorum við vinnukallarnir í hléi og vorum að borða inní gám, ég hafði étið eitthvern óþverra og ákvað að skjóta einu lofthylki út, svo kom að því að kallarnir fundu lyktina og þeir kúguðust allir saman og stóðu upp og endaði með því að hinir kallarnir á borðinu lengra frá fundu hana líka, mér var auðvitað skipað að fara út til þess að vinna!

Nefndu skemmtileg atvik úr vinnunni?
Ég var staddur mjög ofarlega í stærstu blokkinni og þurfti að míga, það var og er mjög vinsælt að míga í flöskur þegar maður er svona hátt uppi svo ég fór að leita af flöskum, fann ég svo ekki eina malt flöstu og setti kónginn svona þægilega að stútnum, áður en ég vissi var ég búinn að fylla flöskuna og kóngurinn skaust út, ég pissaði á mig allan og hellti pissi úr flöskunni á hendina á mér.

Segðu okkur frá því þegar þú skeist á þig í 6. bekk?
Ég og minn besti vinur Gunnar Þór að nafni vorum í prumpukeppni, hafði ég borðað kæfu með eitruðu kryddi sem verkaði illa á endaþarminn minn svo drulla losaðist út í tíma og ótíma, auðvitað drullaði ég mikið á mig þegar ég var að reyna að prumpa, svo ég drullaði á mig (mikið) og sagði Gunna frá því og labbaði út með hjólbeinóttu göngulagi.

Ertu virkilega með jafn stór eistu og allir halda (kallinn var nefndur BB (Big Balls) í 10. bekk sökum lims og eistna!)?
Nei þvert á móti, eistnapokinn minn verður bara all síður þegar ég fer í heita sturtu eða í heitapott a.k.a. illa soðinn.

Gælunöfn?
Hef nú aldrei verið kallaður neitt nema svona í leiðinlegu gríni, t.d. skítbuxni, túrhaus, tobba ofl.!

Afstaða gegn áfengi?
Drekka og njóta lífsins meðan maður getur.

C.a. margir andlitsvöðvar?
Ég veit ekki, allir mínir allavegana í góðri þjálfun, giska á 15-20.

Áttu eikkurn góðan frumsaminn negrabrandara?
Nei, þetta er aftur á móti góð spurning fyrir Stebba.

Þess má geta að Torfi er ekki jafn breinglaður í dag og hann var back in the days!

Með mökkaðri "eftirjólaballskveðju" Elfar Freyr Helgason!

Elfar Freyr og Dagfarinn
Elfar og Dagfarinn í allri sinni dýrð í gleðskap einum árið 2005!

Nú ef það vakna einhverjar spurningar hjá ykkur lesendur góðir varðandi svör eða spurningar hér að ofan þá bið ég ykkur um að skrifa línu hér í athugasemdir fyrir neðan og Dagfarinn mun eftir sinni bestu getu reyna að svara ykkur. Þakka ykkur annars fyrir lesturinn!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband