Fjallar 'Hafið, bláa hafið' um samfarir?

Allir þekkja lagið 'Sigling' og hafa líklegast sungið það ófáum sinnum í tónmennt í grunnskóla. Lagið er eftir Friðrik Bjarnason en textinn eftir Örn Arnarson. Dagfarinn hefur oft pælt í textanum og þykir hann afar dónalegur ef rýnt er rétt í hann. Í eitt skipti fyrir öll verður gerð krufning á þessum texta og brátt munuð þið banna börnum ykkar að syngja um "hafið, bláa hafið".

Hafið, bláa hafið, hugann dregur.
Hér á Örn líklega við um konu og áhuga karlsins á henni.
Hvað er bakvið ystu sjónarrönd?
Hvað er á bakvið Barmahlíðina?
Þangað liggur beinn og breiður vegur.
Við vitum hvað þú átt við Örn, en vegurinn er kannski ekki alltaf breiður.
Bíða mín þar æsku drauma lönd.
Greinilega látið sér dreyma um samfarir síðan hann var lítill.

Beggja skauta byr
Jú jú, hér er augljóslega verið að vísa í sköp kvenmannsins!
bauðst mér aldrei fyrr.
Hér komumst við að því að hann er að gera þetta í fyrsta sinn.
Bruna þú nú, bátur minn.
Báturinn orðinn sjófær , nú hefst fjörið!
Svífðu seglum þöndum,
Nú gengur mikið á og skiptstjórinn tekur stjórnina.
svífðu burt frá ströndum.
Skipstjórinn ætlar að sleppa sér og tjalda öllu til sem hann á.
Fyrir stafni er haf og himininn.
Markmiðið er að fá fullnægingu, hafið er sum sé vökvinn úr karlinum
og himininn jafnast á við þá tilfinningu að fá það.

Eins og sjá má á krufningunni er alls ekki ósennilegt að höfundur sé að meina eitthvað annað en hann segir. Nánast allar setningarnar eru frekar vafasamar þó þær séu að einhverju leyti tengdar sjómennsku.  

Það er auðvitað löngu orðið þekkt að textahöfundar eru ekki allir þar sem þeir eru séðir og búa oft til einhverja kápu yfir mjög svo viðkvæm málefni eins og fíkniefni og í þessu tilfelli samfarir. Dagfarinn var meira að segja að komast að því að Örn Arnason var bara dulnefni Magnúsar Stefánssonar. Þar með fá vangaveltur mínar um textann byr undir báða vængi.

Kor
Saklaus stúlknakór Akureyrar tekur lagið.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband