Dagfarinn í Hollywood

Ég nýtti síðustu jól mjög vel að mínu mati og eitt af því sem ég nýtti tímann í var að horfa á allar Narníu myndirnar. Þessar myndir hafa aldrei vakið upp neinn sérstakan áhuga hjá mér en það breyttist þegar ég las grein í Mogganum um Narníu bækurnar sem eru eftir C.S. nokkurn Lewis. Þar var verið að tala um ljónið Aslan og því haldið fram að þarna væri Lewis með sjálfan Guð almáttugan í ljóns líki. Eftir lestur þessarar greinar vildi ég ólmur kíkja á þessar myndir og ekki skemmdi fyrir jólabragurinn sem var yfir þeim, allavega þeirri fyrstu.

Myndirnar voru hin ágætasta skemmtun og gaman að horfa á þær með því sjónarmiði að taka eftir kristilegum töktum Aslans. Það fór ekki á milli mála hver Aslan ætti að vera og nú er ég eiginlega farinn að sjá fyrir mér Guð sem tilkomumikið ljón fullt af visku og fróðleik sem göfgar manninn. Liam Neeson á svo stórann þátt í að gera Aslan að þeim drottnara sem hann er. En nóg um Aslan.

Það sem vakti mikla kátínu hjá mér átti sér stað í þriðju myndinni. Þá sogast systkinin Lucy og Edmund ásamt frænda sínum Eustace inní málverk eitt og eftir nokkra stund eru þau stödd úti á Narníu sjó í sparifötunum. Þau þurfa þó ekki að örvænta þar sem að prins Caspian er skammt undan með hermönnum sínum á skipi sínu, Dagfaranum

Dawn Treader (Dagfarinn)
Dagfarinn á siglingu.
Já þið heyrðuð rétt, Caspian og hans fylgismenn voru á skipinu Dagfara eða Dawn Treader á frummálinu (reyndar hefði ég ekki þurft að gera meira en að líta á titil myndarinnar sem er The Voyage of the Dawn Treader). Myndin gat í raun ekki klikkað eftir þetta og ég lifði mig mjög mikið inní hlutverk skipsins.

Ég er gríðarlega ánægður með þessa skemmtilegu tilviljun og ég tel að þetta eigi eftir að gera síðunni gott í framtíðinni. Nú hefur bæst við enn ein hugsanleg meiningin fyrir titli síðunnar og er það af hinu góða. Hinsvegar ætla ég nú að taka seglin niður og hvet ég lesendur Dagfarans eindregið til þess að sjá Narníu myndirnar ef þeir sakna Múfasa ennþá.                 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru náttúrulega bara meistaraverk.

Arna (IP-tala skráð) 16.1.2011 kl. 23:46

2 identicon

Ég er hætt að biðja til Guðs, bið bara til Aslans!

Audur (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 00:15

3 identicon

Algjör unaður að lesa. Aslan er bestur, Eustace er uppáhald og Dagfarinn flottastur.

Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 09:32

4 Smámynd: Dagur de'Medici Ólafsson

Ég held ég kíki bara á þessar myndir. Hef heyrt svo slæma hluti um þær. Toppar Liam Alanis Morrissette í Dogma og Morgan Freeman í Bruce Almighty?

Dagur de'Medici Ólafsson, 18.1.2011 kl. 17:33

5 Smámynd: Torfi Guðbrandsson

Já ég myndi allavega prufa að horfa á fyrstu myndina, ef þú fýlar hana ættiru að halda áfram. En þetta eru algjörar ævintýramyndir og stundum barnalegar á köflum. En ég hef ekki enn séð Dogma en Liam toppar Freemanninn hiklaust! Mæliru annars með Dogma?

Torfi Guðbrandsson, 20.1.2011 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband