Fimleikaskellur

Það vakti athygli að tímaritið Nýtt Líf skyldi velja fimleikastúlkurnar úr Gerplu sem konu(r) ársins 2010. Það var svo sem ekki úr miklu að moða að þessu sinni en í fljótu bragði dettur mér í hug hin unga Ástrós Gunnlaugsdóttir sem komst inná Stjórnlagaþing með glæsibrag. Dagfarinn ætlar þó ekki að fara að gagnrýna val tímaritsins heldur svipta hulunni af hrottalegum atburði sem átti sér stað innan veggja Gerplu fyrir nokkrum árum.

Söguhetjan að þessu sinni er vinkona mín og klippikona Svava Björk. Hún var á sínum tíma að æfa fimleika með Gerplu og keppti stöku sinnum með þeim. En ferillinn var ekki langur sökum þessa atburðar sem þið verðið brátt vitni af. Árið 2006 var hún að keppa með tromphópi Gerplu á móti einu sem átti eftir að hafa áhrif á líf hennar til frambúðar. Henni til varnar var hún ekki upp á sitt besta en hún hafði misst dálítið úr vegna veikinda og því var hún ekki 100% undirbúin. En þrjóska þrautir þreytir allar og var það svo í tilfelli Svöru þennan örlagaríka dag.

Sjón er sögu ríkari og eftir nokkra fína takta hjá stelpunum má sjá hvar Svava skellur í gólfið með tilþrifum, það gerist nákvæmlega þegar 54 sekúndur eru liðnar af myndbandinu. Alls ekki fyrir viðkvæma.

 
Ótrúlegt en satt þá heilsast Svövu vel daginn í dag og sést lítið sem ekkert á andliti hennar. Það verður að teljast kraftaverk en eins og gefur að skilja hætti hún samstundis iðkun fimleika eftir þetta og setti alla sína orku í klipparann sem hún sinnir af mikilli skyldurækni og alúð.
 
Með þessari frásögn vildi ég vekja athygli á því hversu hættulegt það getur verið fyrir fólk að stunda fimleika. Ég fullyrði það að allar stelpurnar úr hópi Evrópumeistarana 2010 í hópfimleikum hafa upplifað samskonar atvik eitthvern tímann á ferlinum en enginn dettur lengra en til jarðar og þá er um að gera að rísa á fætur og reyna aftur.
 
Lifið varlega en djarflega!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hahaha... það er alltaf jafn gott þegar fólk dettur.

Arna (IP-tala skráð) 5.1.2011 kl. 23:13

2 identicon

Æji þetta er bara aðeins of gott það verður bara að segja eins og er :)

Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:42

3 identicon

þetta er yndislegt

Svava Björk (IP-tala skráð) 6.1.2011 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband