Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Ástæðan fyrir sigri Dana á EM

Eins og flestum er nú kunnugt voru það Danir sem hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í handbolta árið 2012 eftir sigur á gestgjöfunum í Serbíu. En það sem fáir hinsvegar vita er ástæðan fyrir gulli Dana á mótinu. Ég ætla að vera svo myndarlegur að segja ykkur hvers vegna.

Mikkel HansenÞannig er mál með vexti að í liðinu er maður að nafni Mikkel Hansen (að þið haldið) en hann er af mörgum talinn besti leikmaður mótsins og jafnvel einn sá besti í heimi. Hansen var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleiknum með 9 mörk og átti sannkallaðan stórleik.

Þessi velgengni kemur mér ekki á óvart enda þykist ég þekkja rétta eðli mannsins. Þið munið kannski eftir honum á hvíta tjaldinu í fyrra en þá hélt hann á hamri og lét öllum illum látum í kvikmyndinni Thor. Jú þið lásuð rétt, við erum að tala hérna um þrumuguðinn Þór en ekki eitthvern Mikkel Hansen. Þið voruð blekkt og það illa og þið getið þakkað mér fyrir að uppljóstra þessu leyndarmáli því að ég veit að enginn annar mun gera það. Í raun finnst mér ótrúlegt að Þór (Hansen) hafi ekki skorað fleiri mörk miðað við ofurkrafta sína en hann hefur greinilega verið að halda aftur af sér til að vekja ekki á sér of mikla athygli!

THOR-movie-photosEins og sjá má á myndunum hér að ofan og hér til vinstri þá er ekki um að villast. Mikkel Hansen er Þór og Þór er Mikkel Hansen. Á því leikur enginn vafi og hvet ég Serbíu til að kæra úrslitin eins og skot.

Ég er svo heppinn að ég er að vinna með Serba sem hefur ágætis sambönd í heimalandinu. Kem ég til með að nýta þetta vinasamband í tengslum við þetta leiðinda mál og koma skilaboðunum á framfæri. Dragan hefur nú þegar hafist handa við að þýða þessa færslu á móðurmál sitt.

Þegar titlinum er svo loksins svipt af Dönum þá vitið þið hvar þið heyrðuð þetta fyrst, að sjálfsögðu hjá Dagfaranum! 


Tvífarinn: Brynjar Wilson & Arnar Helgi Johnston

Það er löngu kominn tími á nýja tvífara hér á Dagfaranum og eru þeir ekki af verri endanum í þetta skiptið. Báðir gengu þeir í Menntaskólann í Kópavogi en þar kynntist einmitt Dagfarinn þeim.

Sá fyrri hefur oft lent í vandræðum þar sem fjölmennt er en margir rugla honum einmitt saman við tvífara sinn. Fólk veitist að honum, kvenkynið reynir að koma kossi á hann, strákarnir biðja um eiginhandaráritun og enn aðrir velta fyrir sér læknavísundum í tengslum við nefið hans.

Ég er að sjálfsögðu að tala um Brynjar Árnason eða Brynjar Wilson eins og ég kýs að kalla hann.

Brynjar Wilson Owen Wilson
Eins og sjá má á þessum myndum er það alls engin vitleysa að halda því fram Owen Wilson leikari sé tvífari Brynjars. Eini sjáanlegi munurinn er auðvitað nefið á Wilson greyinu sem er í öðru sæti yfir þekktustu nef heims, á eftir nefi hins sáluga MJ.

Næstur í röðinni er Arnar Helgi Jónsson en ég tek það fram að hann var mun líkari tvífara sínum fyrir nokkrum árum en þá voru þeir nánast með sömu greiðslu. Einnig fara þeir svipað að þegar kemur að kvennamálum en það er önnur saga. Hans tvífari er ekki beint eins augljós og tvífarinn hér að ofan en maður sér samt ansi fljótt að hugmyndin er ekki alvitlaus.

Arnar Helgi Johnston
Ekki náðist að finna betri mynd af Arnari Helga með gömlu greiðsluna en þetta ætti að duga. Fyrir þá sem ekki þekkja Gary Johnston þá er hann einn af aðal karakterunum úr grínmyndinni Team America: World Police frá árinu 2004. Þeir hafa nákvæmlega sama munnsvip eins og myndirnar bera með sér og svo eru augun alveg jafn seiðandi.


Árslisti: Erlendu plötur 2011 - seinni hluti (10.-1.)

noah-and-the-whale-last-night-on-earth# 10

Noah and the Whale - Last Night on Earth

Hápunktar:
Life Is Live, Tonight's the Kind of Night, L.I.F.E.G.O.E.S.O.N., Waiting for My Chance to Come


Noah and the Whale senda hér frá sér sína bestu plötu hingað til. Lagið "L.I.F.E.G.O.E.S.O.N." fór ansi vel í heiminn á árinu enda aðal hittarinn á plötunni. Restina má þó ekki vanmeta enda hálftími af afar notalegum og hlýjum lögum.

The-Black-Keys-El-Camino# 9

The Black Keys - El Camino

Hápunktar: Lonely Boy, Little Black Submarines, Hell of a Season, Stop Stop, Nova Baby

The Black Keys gáfu frá sér frábæra plötu árið 2010 í Brothers. Þessi er kannski ekki eins góð en góð er hún nú samt. Hér er að finna meira rokk og ról og minni blús heldur en í fyrri verkum enda voru áhrifavaldar plötunnar sveitir eins og T. Rex og Ramones. The Black Keys eru góðir í því að rokka og mega bara endilega halda því áfram!


null# 8

Baxter Dury - Happy Soup

Hápunktar: Isabel, Claire, Happy Soup, Trophies



Sonur pönkarans sáluga Ian Dury sendir hér frá sér frábæra plötu. Svolítið eins og Megas, þá veit maður ekki hvort Baxter sé að syngja eða tala í lögunum en það skiptir engu enda maðurinn með raddbönd pabba síns. Sér til hliðar hefur hann söngkonu, Madelaine Hart að nafni sem setur mikinn svip á plötuna. Kæruleysislegt popp í hæsta gæðaflokki hér á ferð.


Arctic-Monkeys-Suck-It-and-See# 7

Arctic Monkeys - Suck It and See

Hápunktar: She's Thunderstorm, Black Treacle, Reckless Serenade


Alex Turner og félagar hysja upp um sig buxurnar eftir skituna á síðustu plötu, Humbug. Þeir eru hér mættir með alveg hreint skínandi og fjölbreytta plötu. "Brick By Brick" og "Don't Sit Down 'Cause I've Moved Your Chair" gefa afar ranga mynd af plötunni en lögin virka helvíti vel á tónleikum eins og Dagfarinn hefur nú þegar kynnst. Annars er Suck It and See fjölbreytt eins og áður sagði og hér eru róleg lög í bland við rokk. Meira svona!


Ceremonials# 6

Florence + the Machine -
Ceremonials

Hápunktar: Shake It Out, What the Water Gave Me, Breaking Down, Spectrum, Leave My Body

Florence Welch og félagar fylgja hér á eftir hinni vel heppnuðu Lungs með hinni mögnuðu Ceremonials. Mér líður pínu eins og ég sé að hlusta á "best of" plötu er ég set Ceremonials í tækið enda næstum hvert einasta lag stórbrotið! Florence Welch er að mínu mati Janis Joplin okkar tíma enda mögnuð söngkona. Ekki má þó gleyma því að hún hefur góða menn á bakvið sig og hjálpast þau að við að búa til dramatíska og kraftmikla tónlist.


Kanye-West-Jay-Z-Watch-The-Throne# 5

Jay-Z and Kanye West - Watch the Throne

Hápunktar: No Church in the Wild, Niggas in Paris, Otis, Made in America, Why I Love You

Hvað gerist ef þú setur farsælustu rappara síðustu ára saman í stúdíó. Jú, þú færð eina bestu rappplötu í áraraðir í hendurnar. Rapprisarnir Jay-Z og Kanye West sameinast hér og færa heiminum konfektkassa fullan af góðum molum. Þeir vekja meira að segja til lífsins Otis Redding í laginu "Otis" og ég er viss um að Otis hafi velt sér í gröfinni yfir útkomunni. Beyonce, Frank Ocean og Mr. Hudson leggja þeim félögum einnig lið til að gera plötuna enn betri. Meistaraverk.


beirut-rip-tide-cover# 4

Beirut - The Rip Tide

Hápunktar: Santa Fe, East Harlem, Goshen, The Rip Tide, Port of Call


Zach Condon og félagar í Beirut voru eitthvað nískir á lögin á nýjustu plötu sinni The Rip Tide þrátt fyrir að fjögur ár væru liðin frá síðustu skífu. En það kemur ekki að sök því að hvert einasta lag er afar gott og áheyrilegt. Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart að heyra að sveitin sé frá Bandaríkjunum enda tónlist Beirut ekki beint þessleg. Zach Condon tileinkaði sér annars vinnubrögð Bon Iver og einangraði sig í sex mánuði til að semja lög. Megi aðrir taka sér þetta til fyrirmyndar enda útkoman glæsileg.

null# 3

Bon Iver - Bon Iver

Hápunktar: Perth, Holocene, Towers, Calgary



Fólk var stressað fyrir hönd Bon Iver varðandi plötu númer tvö og töldu að hann gæti ekki fylgt frumburðinum nógu vel eftir. Þær áhyggjur voru óþarfar enda Bon mættur með betri plötu ef eitthvað er. Hún kickaði reyndar seint inn hjá mér en er veturinn kom með myrkrið var ekki aftur snúið, platan var á repeat! Okkur Íslendingum svo til mikillar ánægju fékk ungur drengur frá Akranesi þann heiður að leika í myndbandi við lagið "Holocene" sem tekið var upp hér á landi. Fagmaðurinn sem Bon Iver er.


Radiohead-The-King-of-Limbs# 2

Radiohead - The King of Limbs

Hápunktar: Morning Mr. Magpie, Little by Little, Lotus Flower, Codex


Thom Yorke og félagar komu heiminum á óvart þann 18. febrúar og gáfu út sína áttundu hljóðversplötu. Viðtökur í fyrstu voru ekki svo góðar en eins og með svo margar Radiohead plötur þá þurfa þær sinn tíma sem er ákveðinn kostur. Það er ástæða fyrir því að Radiohead sé talin ein besta hljómsveit heims og er The King of Limbs enn ein rósin í hnappagatið hjá þeim félögum.


null# 1 

Justice - Audio, Video, Disco

Hápunktar: Platan er hápunktur ársins!

Justice eru búnir að kveikja ljósið. Eftir drungalegt myrkur á Cross eru frakkarnir hér mættir með bjartari og hressari plötu. Fyrst kom "Civilization", svo kom "Audio, Video, Disco" og loks kom "Helix" og maður spurði sjálfan sig, hvað næst? Platan í heild sinni kom næst og sigraði Dagfarann! Sveitin tileinkar sér leikvangarokk á sjöunda áratugnum og gæti t.d. lagið "On 'n' On" alveg eins verið samið af The Who. Platan slakar ekkert á frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu og eru engir farþegar með í för sem er ofboðslega sjaldgæft nú til dags. Guð hvað mig langar á tónleika með þeim! 


Árslisti: Erlendu plötur 2011 - fyrri hluti (20.-11.)

Þá er komið að þriðja og síðasta árslistanum en þar eru til umfjöllunar erlendu plötur ársins. Að þessu sinni er listinn spikfeitur enda sérlega gott ár að baki. 20 sæti skipa listann og af þeim sökum verður hann brotinn uppí tvennt. Við byrjum á sætum 20-11.


Alex Turner - Submarine# 20

Alex Turner - Submarine


Hápunktar: It's Hard to Get Around the Wind, Stuck on the Puzzle, Piledriver Waltz

Það var nóg um að vera hjá Alex Turner á árinu en auk þess að gefa út Arctic Monkeys plötu samdi hann tónlistina fyrir kvikmyndina Submarine. Alex Turner er afar einlægur á plötunni og textarnir henta myndinni gríðarlega vel!


James-Blake-Album-Cover-300x300# 19

James Blake - James Blake

Hápunktar: The Wilhelm Scream, Limit to Your Love, I Mind


Ég hreinlega elska þegar tónlistarmenn koma mér á óvart með tónum sem ég hef aldrei heyrt áður og get hvergi fundið áhrifavalda né svipaða listamenn. James Blake er gott dæmi um það. Hann kom mér gríðarlega á óvart með hrærigraut sínum af dubsteppi, elektróník, sálartónlist og ég veit ekki hvað! James Blake er hrærigrautur sem hristir uppí mér!


The-Streets-Computers-and-Blues-Album-Art# 18

The Streets - Computer and Blues

Hápunktar: Going Through Hell, Puzzled By People, Those That Don't Know, We Can Never Be Friends, OMG

Mike Skinner gaf það út á síðasta ári að The Streets væri að leggja upp laupana. Í tilefni af því gaf hann út tvær plötur, eina sóló og aðra þar sem hann fékk til sín gesti úr öllum áttum. Skinner sýnir snilli sína á Computer and Blues og þar með lokar hann Streets ævintýrinu með stæl. 


CUT-COPY-ZONOSCOPE
# 17

Cut Copy - Zonoscope

Hápunktar: Need You Know, Take Me Over, Blink and You'll Miss a Revolution

Þriðja breiðskífa áströlsku stuðsveitarinnar Cut Copy svíkur engan. Tónlistin á plötunni minnir mann oft á sveitir eins og New Order og Pet Shop Boys sem er alls ekki slæmt mál! Zonoscope virkar bæði á djamminu og heima fyrir sem er sjaldgæfur eiginleiki nú á dögum. Topp eintak!


null# 16

Bombay Bicycle Club - A Different Kind of Fix

Hápunktar: Your Eyes, Lights Out, Words Gone, Shuffle, Still


Ég var pínu smeykur um framhald BBC eftir velgengni þeirra með frumburði sínum árið 2009. Þær áhyggjur voru óþarfar enda um gæðagrip hér að ræða. Jack Steadman og félagar fara greinilega aðeins út fyrir þægindarammann og eru óhræddir við að prófa nýjar aðferðir. A Different Kind of Fix er þeirra metnaðarfyllsta verk hingað til.


m83_0# 15

M83 - Hurry Up, We're Dreaming

Hápunktar: Intro (ft. Zola Jesus), Midnight City, Wait, Steve McQueen


Það er ekki algengt að hljómsveitir gefi út tvöfaldar plötur í dag enda oft sem það misheppnast algjörlega. M83 lætur það hinsvegar virka með sinni fimmtu breiðskífu. Platan fjallar um drauma eins og titillinn gefur til kynna og er vel hægt að gleyma sér í draumum Anthony Gonzales í fimm kortér. 


null# 14

The Strokes - Angles

Hápunktar: Machu Picchu, Under Cover of Darkness, Games, Life Is Simple in the Moonlight


Ég verð að viðurkenna að ég var lengi að taka Angles í sátt. Alltaf er maður að bíða eftir næstu Room on Fire eða Is This It? og verður maður fyrir vonbrigðum í fyrstu. Strokes-liðar hafa verið í ströggli og er Casablancas söngvari meira að segja orðinn edrú. Samt sem áður koma þeir með þessa hörku fínu plötu sem toppar forvera sinn svo um munar. Gefðu Angles tíma og þú verður stundvís ástfanginn!


helplessnessblues# 13

Fleet Foxes - Helplessness Blues

Hápunktar: Montezuma, Battery Kinzie, Helplessness Blues, Grown Ocean


Fleet Foxes gerðu allt vitlaust hér á landi með laginu Mykonos fyrir nokkrum árum. Þeir eru samir við sig á annarri breiðskífu sinni og stíga ekki feilspor. Það er þó ljóst að þeir verða að krydda þetta eitthvað á næstu plötu svo fólk fái ekki leið á þessu annars yndislega fólk-poppi.


HermanDune-StrangeMoosic# 12

Herman Düne - Strange Moosic

Hápunktar: Tell Me Something I Don't Know, Be a Doll and Take My Heart Away, Lay Your Head On My Chest, The Rock

Herman Düne er franskur húmoristi sem veit samt nákvæmlega hvenær hann á að vera alvarlegur. Ég féll gjörsamlega fyrir þessum náunga á Benicàssim hátíðinni á Spáni síðasta sumar en frakkinn svipar mikið til Cat Stevens á sínum yngri árum í útliti. Ef þú fýlar Belle & Sebastian þá er Herman Düne eitthvað fyrir þig!


wounded rhymes# 11

Lykke Li - Wounded Rhymes

Hápunktar: I Follow Rivers, Get Some, Rich Kids Blues, Sadness Is a Blessing

Sænska frænkan okkar Lykke Li er mætt með plötu númer tvö og enga smá plötu. Wounded Rhymes er troðfull af fjölbreyttum lögum. Blús fyrir ríka, angurvært popp og vændisrokk er aðeins brotabrot af því sem er að finna á plötunni. Gangi henni vel að toppa sig eftir þetta! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband