Ofurmennið í MK

Það er kannski ekki á allra vitorði að Dagfarinn hafi gengið menntaveginn í Menntaskólann í Kópavogi á sínum yngri árum. Átti ég þar fjögur gæfurík ár sem sneisafull eru af skemmtilegum minningum sem gaman er að rifja upp endrum og eins. Ég ætla einmitt að rifja upp eitt atriði og svo skemmtilega vill til að ég á það á myndbandi.

Atvikið átti sér stað á fyrstu önninni minni (2005) og Tyllidagar voru í gangi en það voru tveir dagar þar sem boðið var uppá allskonar skemmtun og svo lauk afþreyingunni með hressandi dansleik. Á meðal atriða var tískusýning sem var með stærri atburðum þessara daga og var engu til sparað, hvorki í fötum né módelum. Svo skemmtilega vildi til að ég var valinn til þess að taka þátt í sýningunni en á þessum tímapunkti var Landsbanka-auglýsingin sem ég lék í farin að vekja á sér athygli.

Eins og þið getið ímyndað ykkur var það mikil upplifun að vera baksviðs að klæða sig og mála með "best of" fólkinu í MK sem var allt svo fínt og fallegt. Dressman strákarnir báðu mig um að taka Landsbanka-svipinn fræga og höfðu gaman af útkomunni. Þegar ég hélt að lífið gæti ekki orðið betra kom stelpan sem sá um sýninguna að mér og rétti mér Superman búning.

Ég: Hvað er þetta?
Stelpan: Sko áður en þú ferð í fötin frá Dead þá áttu að fara í þennan búning og hlaupa inn á eftir Herdísi sem verður í náttkjól frá Spútnik.
Ég: ????
Stelpan: Svo var pælingin að þú myndir kíkja undir kjólinn hennar, hún bregst illa við og þú hleypur skelfingu lostinn til baka. Okei?

Hvað gat ég sagt? Ég stóð þarna sjokkeraður fyrir framan stelpuna sem beið eftir að ég myndi taka við búningnum. Öll módelin horfðu á mig með alvarlegum augum og biðu eftir svari frá aumingja busanum. Allir bjuggust við neikvæðu svari frá mér enda nýbyrjaður í skólanum og með sviðskrekk eftir því. Ég vissi að ef ég myndi segja nei þá yrði mér hent út og mér breytt í veggjarlús sem enginn myndi vilja tala við. Það var því enginn annar kostur í stöðunni en að segja já.

Ég var nú staddur frammi fyrir mikilli áskorun, þeirri stærstu hingað til í lífi mínu. Það er ekki hver sem er sem getur leikið ofurmennið og hvað þá perralega og veiklulega útgáfu af honum. Ég get varla líst stressinu og öllum fiðrildunum sem tóku þátt í því, Herdís var líka svo sæt og ég vissi vel að hún yrði ekkert sátt við það að ég myndi gægjast undir kjólinn hennar. En allra augu voru á mér og ég vissi að ef ég myndi klúðra þessu, þá væri ég búinn að klúðra menntaskólagöngu minni líka. 

En illu er best aflokið og hér er afraksturinn..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessar hendur hjá þér á bakaleiðinni eru alveg æði, annars flott blogg eins og alltaf ! :)

Kristín (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 18:31

2 identicon

Ég vil ekki kannast við að þetta hafi verið fyrirfram ákveðið, perrinn þinn!

Elís (IP-tala skráð) 25.1.2011 kl. 23:30

3 identicon

Ég man ekkert eftir þessu, man bara eftir þér í fínum jakkafötum. Kanski hef ég viljað gleyma þessu því að mér hefur pottþétt liðið illa að horfa á þetta.

Arna (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband