Milljónamæringurinn Michel Teló

Þegar þetta er skrifað hefur lagið "Ai Se Eu Te Pego!" með Michel Teló fengið 339,934,590 áhorf á YouTube! Það er hæstu tölur sem Dagfarinn hefur nokkru sinni séð. Dagfarinn kynnti sér aðeins manninn á bakvið lagið og framvindu þess.

Michel Teló er fæddur 21. janúar árið 1981 í Brasilíu og er 31 árs gamall. Hann byrjaði ungur í tónlist og það kom fljótt í ljós að það yrði hans vettvangur í framtíðinni. En Teló var ekki aðeins flinkur fyrir framan míkrafóninn því að einnig spilaði hann á harmonikku, píanó og gítar ásamt því að dansa.

Á árunum 1998-2008 fór Teló fyrir hljómsveitinni Grupo Tradicao og þrátt fyrir ungan aldur var hann aðal gaurinn í sveitinni. Hann sagði svo skilið við þá árið 2008 og hugðist ætla að einbeita sér að sóló ferlinum. Teló hefur nú þegar gefið út þrjár plötur, eina stúdíó og tvær tónleika en þær hafa selst mikið betur en stúdíó platan. Það er ekki algengt í tónlistarheiminum nú til dags en það virðist vera tilfellið með Michel Teló. Hann nýtur sín greinilega betur á sviði heldur en inni í stúdíónu.

"Ai Se Eu Te Pego!" er einmitt fyrsta lagið á plötunni Michel na Balada sem kom út í fyrra. Eins og áður sagði hefur lagið fengið næstum 340 milljón áhorf á YouTube sem eru vægast sagt stjarnfræðilega háar tölur. Myndbandið við lagið sýnir Teló ásamt hljómsveit uppá sviði að gera allt brjálað frammi fyrir fullum sal af kvenfólki og kannski fimm karlmönnum. Dansinn sem konurnar dansa við lagið er áberandi en Dagfarinn er ekki viss eftir hvern dansinn er þó líklega sé hann eftir Teló. Dansinn hefur vakið mikla athygli og þá sérstaklega í fótboltaheiminum.

Ástæðan fyrir því er meðal annars Neymar, einn af efnilegustu framherjum heims en hann spilar fyrir Santos í Brasilíu. Hann hefur ekki farið leynt með ást sína á laginu og hefur ófáum sinnum sungið það eða dansað dansinn við hin ýmsu tilefni. Þar af leiðandi fóru fleiri leikmenn að stíga sömu spor og má þar nefna menn eins og Cristiano Ronaldo (Real Madrid), Eric Abidal og Dani Alves (Barcelona), André Santos (Arsenal) og fleiri og fleiri. Í kjölfarið var Teló boðið til Real Madrid að hitta nokkrar af stærstu stjörnum liðsins ásamt því að eignast treyju með nafni sínu á.

michel-telo-real-madrid--644x362
Real friends. Teló ásamt Pepe, Ramos, Coentrao & Ronaldo.


Það sem kom Dagfaranum mest á óvart við þetta allt saman er að lagið er ekki eftir Michel Teló. Nei gott fólk, lagið er eftir þau Sharon Acioly og Antonio Dyggs og var samið árið 2008. Lagið var fyrst flutt af hljómsveitinni Os Meninos de Seu Zeh en fyrsta sveitin til að taka það upp var hin brasilíska Cangaia de Jegue og eftir það voru margar sveitir sem gerðu sínar útgáfur af laginu. Teló gerði það hinsvegar heimsfrægt og ekki ólíklegt að nóg sé að gera í svefnherbergi drengsins um þessar mundir.

Ps. Ef einhver leikmaður úr Pepsi deildinni er að lesa þetta, eins og t.d. Hörður Árna eða Hafsteinn Briem þá væri gaman að sjá ykkur eða liðsfélagana fagna að hætti Michel Teló þegar þið skorið næst.

Nokkur myndbönd af laginu í allskyns útgáfum.

Os Meninos de Seu Zeh tekur lagið:  http://www.youtube.com/watch?v=lT38lha8PMo 
Cangaia de Jegue tekur lagið:  http://www.youtube.com/watch?v=-uIepZ9POfY 
Teló tekur lagið ásamt Neymar:  http://www.youtube.com/watch?v=M0fHu9LKzCs 
Teló syngur á ensku: http://www.youtube.com/watch?v=lBrXlZK9VIE


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband