Erlendar plötur ársins 2010

2010 var að mínu mati spikfeitt ár í tónlistinni, bæði hér á Íslandi sem og erlendis. Þrátt fyrir endalaust niðurhal mannapans þá halda hljómsveitir víða um heim ótrauðar áfram að gefa efnið sitt út á föstu formi sem er vel.

Ég verð að viðurkenna að ég var sérstaklega spenntur fyrir nýjum plötum frá grúppum eins og Arcade Fire, Belle & Sebastian, The National, MGMT, Gorillaz, LCD Soundsystem og Vampire Weekend. Auk þess uppgvötvaði ég margar gæðasveitir á borð við Hurts, Robyn, Ou Est Le Swimming Pool, Bombay Bicycle Club og John Grant sem allar gáfu út þykkar plötur á árinu. Kings of Leon gerði svo það sem allir heilvita menn bjuggust við, að skíta á sig, en þeir þurfa þó ekki að örvænta, þeir eiga fyrir pappírnum sem þeir geta skeint sér með.

En vindum okkur í niðurstöður dagfarans.

1. The Suburbs - Arcade Fire

Arcade Fire gaf út tvær frábærar plötur árin 2004 og 2007 og maður var í raun stressaður (fyrir þeirra hönd) fyrir framhaldinu. Þær áhyggjur voru algjörlega óþarfar þar sem Arcade Fire var algjörlega á pari við síðustu verk. Win Butler og félagar hafa gefið aðdáendum sínum verkefni sem nánast ógerlegt er að leysa, að velja sína uppáhalds plötu með sveitinni.

2. Queen of Denmark - John Grant

Ég vildi óska að ég hefði uppgvötvað þennan snilling á bömmer en tónlist hans myndi henta vel í sjálfsvorkunina. John Grant er "prófauppgvötvunin" mín en það er listamaður sem ég uppgvötva þegar ég á að vera að læra fyrir próf. Hann náði ekki að meika það með hljómsveit sinni The Czars, kannski vegna einkennilegs nafns en hann náði heldur betur að rétta úr kútnum með þessari sóló plötu sinni. Platan er mjög persónuleg sem er mikill kostur þar sem þú færð að kíkja í heimsókn í mjög svo áhugavert heilabú John Grants. 

3. High Violet - The National

The National er eins og vín, það verður betra með hverju árinu sem líður. High Violet er þeirra fimmta plata og fylgir á eftir The Boxer (2007) sem var einkar vel heppnuð plata. Ég er á því að þetta sé þeirra besta plata á ferlinum enda eru liðsmenn The National dæmi um menn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera. Á plötunni er t.d. að finna lögin "Bloodbuzz Ohio" og "Anyone's Ghost" sem hafa verið í spilun á X-inu. Einnig eru lögin "Afraid of Everyone" og "Conversation 16" algjör eyrnakonfekt! Það verður erfitt verk fyrir hljómsveitina að toppa þessa plötu en ég er samt sem áður ekki í efa um það að þeir hafi getuna til þess, þetta er einfaldlega mögnuð hljómsveit!

4. Plastic Beach - Gorillaz

Það er fyrir löngu vitað að Damon Albarn er einn allra besti tónlistarmaður frá upphafi. Hann sannaði það með góði gengi Blur, Gorillaz og The Good the Bad and the Queen ásamt því að kaupa sér hús að Bakkastöðum í Grafarvogi. Á Plastic Beach fær hann stuðning úr öllum áttum en Snoop Dogg og Lou Reed leggja honum t.d. lið á plötunni. Gorillaz batteríið heldur því áfram að rúlla í rétta átt.

5. The Golden Year - Ou Est Le Swimming Pool

Litlu munaði að þessi plata myndi aldrei líta dagsins ljós sökum sjálfsvígs söngvarans Charles Haddon en hann tók líf sitt á Pukkelpop tónlistarhátíðinni sem haldin er í Belgíu. Það er mikil synd þar sem að efnið þeirra er fjandi gott að hlusta á og í ljósi þess að maður fær aldrei að sjá þessa hljómsveit á sviði. Flestir tónþyrstir Íslendingar ættu að kannast við smellinn þeirra "Dance the Way I Feel" sem Máni á X-inu var virkilega hrifinn af. Einnig mæli ég með laginu hér að ofan sem og "Jackson's Last Stand". Guði sé lof að eftirlifandi meðlimir ákváðu að gefa út plötuna, það er líklega það sem Charles Haddon hefði viljað.

Aðrar plötur sem voru nálægt því að komast á listann:

The Age of Adz - Sufjan Stevens
Brothers - The Black Keys
Congratulations - MGMT
Contra - Vampire Weekend
Flaws - Bombay Bicycle Club
Happiness - Hurts

My Beautiful Dark Twisted Fantasy - Kanye West
Swanlight - Antony & the Johnson
Teen Dream - Beach House
This Is Happening - LCD Soundsystem

Write About Love - Belle & Sebastian


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get nú ekki annað sagt en stórglæsilegt blogg hjá þer dagfari. Orðaval þitt er einstakt og ég kann virkilega að meta tónlistarsmekk þinn. Þó svo að það hefði nú verið skemmtilegt að sjá kappana úr Hurts kannski aðeins ofar :)

Í lokin vil ég bara segja haltu þessari skemmtun áfram, ég hlakka mikið til þess að sjá næstu færslu.

Kristín Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 19:53

2 identicon

Snjélld

Þorsteinn (IP-tala skráð) 29.12.2010 kl. 22:37

3 identicon

Ekkert nema snilld.. Ég mun nú leggjast í að downloada þeim hljómsveitum og plötum sem ég er ekki búin að hlusta á og læt þig vita á nýju ári hvað mér finnst..

 og já: Damon Albarn er einn besti tónlistarmaður allra tíma.. 

Aldís (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 11:38

4 identicon

Þetta er snilldar listi... Mér finnst samt vanta inn á hann Florence and the machine...

Svo er ég alveg orðin rugluð, voru þau ekki með plötu á árinu?

Björg ósk (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:34

5 identicon

.. Og hvað með mumford and sons...platan þeirra er geðveik!

Björg ósk (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 22:57

6 Smámynd: Torfi Guðbrandsson

Já það er nú tilfellið með báðar hljómsveitirnar að þær gáfu út plötur sínar árið 2009 og Íslendingar eru oft svo tregir að þeir uppgvötva ekki plötur fyrr en einu ári seinna. Þegar t.d. X-ið er að spila einhver "ný" lög þá eru þau samt eins árs gömul. Ég er líka löngu kominn með leið á þessum plötum þar sem lögunum þeirra er nauðgað í útvarpinu, þá sérstaklega á X-inu. En þær eru samt báðar mjög góðar og þá sérstaklega Lungs.

Torfi Guðbrandsson, 3.1.2011 kl. 01:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband