Árslisti: Erlendu plötur 2011 - seinni hluti (10.-1.)

noah-and-the-whale-last-night-on-earth# 10

Noah and the Whale - Last Night on Earth

Hápunktar:
Life Is Live, Tonight's the Kind of Night, L.I.F.E.G.O.E.S.O.N., Waiting for My Chance to Come


Noah and the Whale senda hér frá sér sína bestu plötu hingađ til. Lagiđ "L.I.F.E.G.O.E.S.O.N." fór ansi vel í heiminn á árinu enda ađal hittarinn á plötunni. Restina má ţó ekki vanmeta enda hálftími af afar notalegum og hlýjum lögum.

The-Black-Keys-El-Camino# 9

The Black Keys - El Camino

Hápunktar: Lonely Boy, Little Black Submarines, Hell of a Season, Stop Stop, Nova Baby

The Black Keys gáfu frá sér frábćra plötu áriđ 2010 í Brothers. Ţessi er kannski ekki eins góđ en góđ er hún nú samt. Hér er ađ finna meira rokk og ról og minni blús heldur en í fyrri verkum enda voru áhrifavaldar plötunnar sveitir eins og T. Rex og Ramones. The Black Keys eru góđir í ţví ađ rokka og mega bara endilega halda ţví áfram!


null# 8

Baxter Dury - Happy Soup

Hápunktar: Isabel, Claire, Happy Soup, Trophies



Sonur pönkarans sáluga Ian Dury sendir hér frá sér frábćra plötu. Svolítiđ eins og Megas, ţá veit mađur ekki hvort Baxter sé ađ syngja eđa tala í lögunum en ţađ skiptir engu enda mađurinn međ raddbönd pabba síns. Sér til hliđar hefur hann söngkonu, Madelaine Hart ađ nafni sem setur mikinn svip á plötuna. Kćruleysislegt popp í hćsta gćđaflokki hér á ferđ.


Arctic-Monkeys-Suck-It-and-See# 7

Arctic Monkeys - Suck It and See

Hápunktar: She's Thunderstorm, Black Treacle, Reckless Serenade


Alex Turner og félagar hysja upp um sig buxurnar eftir skituna á síđustu plötu, Humbug. Ţeir eru hér mćttir međ alveg hreint skínandi og fjölbreytta plötu. "Brick By Brick" og "Don't Sit Down 'Cause I've Moved Your Chair" gefa afar ranga mynd af plötunni en lögin virka helvíti vel á tónleikum eins og Dagfarinn hefur nú ţegar kynnst. Annars er Suck It and See fjölbreytt eins og áđur sagđi og hér eru róleg lög í bland viđ rokk. Meira svona!


Ceremonials# 6

Florence + the Machine -
Ceremonials

Hápunktar: Shake It Out, What the Water Gave Me, Breaking Down, Spectrum, Leave My Body

Florence Welch og félagar fylgja hér á eftir hinni vel heppnuđu Lungs međ hinni mögnuđu Ceremonials. Mér líđur pínu eins og ég sé ađ hlusta á "best of" plötu er ég set Ceremonials í tćkiđ enda nćstum hvert einasta lag stórbrotiđ! Florence Welch er ađ mínu mati Janis Joplin okkar tíma enda mögnuđ söngkona. Ekki má ţó gleyma ţví ađ hún hefur góđa menn á bakviđ sig og hjálpast ţau ađ viđ ađ búa til dramatíska og kraftmikla tónlist.


Kanye-West-Jay-Z-Watch-The-Throne# 5

Jay-Z and Kanye West - Watch the Throne

Hápunktar: No Church in the Wild, Niggas in Paris, Otis, Made in America, Why I Love You

Hvađ gerist ef ţú setur farsćlustu rappara síđustu ára saman í stúdíó. Jú, ţú fćrđ eina bestu rappplötu í árarađir í hendurnar. Rapprisarnir Jay-Z og Kanye West sameinast hér og fćra heiminum konfektkassa fullan af góđum molum. Ţeir vekja meira ađ segja til lífsins Otis Redding í laginu "Otis" og ég er viss um ađ Otis hafi velt sér í gröfinni yfir útkomunni. Beyonce, Frank Ocean og Mr. Hudson leggja ţeim félögum einnig liđ til ađ gera plötuna enn betri. Meistaraverk.


beirut-rip-tide-cover# 4

Beirut - The Rip Tide

Hápunktar: Santa Fe, East Harlem, Goshen, The Rip Tide, Port of Call


Zach Condon og félagar í Beirut voru eitthvađ nískir á lögin á nýjustu plötu sinni The Rip Tide ţrátt fyrir ađ fjögur ár vćru liđin frá síđustu skífu. En ţađ kemur ekki ađ sök ţví ađ hvert einasta lag er afar gott og áheyrilegt. Ţađ kemur mér alltaf jafn mikiđ á óvart ađ heyra ađ sveitin sé frá Bandaríkjunum enda tónlist Beirut ekki beint ţessleg. Zach Condon tileinkađi sér annars vinnubrögđ Bon Iver og einangrađi sig í sex mánuđi til ađ semja lög. Megi ađrir taka sér ţetta til fyrirmyndar enda útkoman glćsileg.

null# 3

Bon Iver - Bon Iver

Hápunktar: Perth, Holocene, Towers, Calgary



Fólk var stressađ fyrir hönd Bon Iver varđandi plötu númer tvö og töldu ađ hann gćti ekki fylgt frumburđinum nógu vel eftir. Ţćr áhyggjur voru óţarfar enda Bon mćttur međ betri plötu ef eitthvađ er. Hún kickađi reyndar seint inn hjá mér en er veturinn kom međ myrkriđ var ekki aftur snúiđ, platan var á repeat! Okkur Íslendingum svo til mikillar ánćgju fékk ungur drengur frá Akranesi ţann heiđur ađ leika í myndbandi viđ lagiđ "Holocene" sem tekiđ var upp hér á landi. Fagmađurinn sem Bon Iver er.


Radiohead-The-King-of-Limbs# 2

Radiohead - The King of Limbs

Hápunktar: Morning Mr. Magpie, Little by Little, Lotus Flower, Codex


Thom Yorke og félagar komu heiminum á óvart ţann 18. febrúar og gáfu út sína áttundu hljóđversplötu. Viđtökur í fyrstu voru ekki svo góđar en eins og međ svo margar Radiohead plötur ţá ţurfa ţćr sinn tíma sem er ákveđinn kostur. Ţađ er ástćđa fyrir ţví ađ Radiohead sé talin ein besta hljómsveit heims og er The King of Limbs enn ein rósin í hnappagatiđ hjá ţeim félögum.


null# 1 

Justice - Audio, Video, Disco

Hápunktar: Platan er hápunktur ársins!

Justice eru búnir ađ kveikja ljósiđ. Eftir drungalegt myrkur á Cross eru frakkarnir hér mćttir međ bjartari og hressari plötu. Fyrst kom "Civilization", svo kom "Audio, Video, Disco" og loks kom "Helix" og mađur spurđi sjálfan sig, hvađ nćst? Platan í heild sinni kom nćst og sigrađi Dagfarann! Sveitin tileinkar sér leikvangarokk á sjöunda áratugnum og gćti t.d. lagiđ "On 'n' On" alveg eins veriđ samiđ af The Who. Platan slakar ekkert á frá fyrstu sekúndu til ţeirrar síđustu og eru engir farţegar međ í för sem er ofbođslega sjaldgćft nú til dags. Guđ hvađ mig langar á tónleika međ ţeim! 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband