Tvífarinn: Anna Özil & Daði Fabianski

Það er löngu kominn tími á nýja tvífara hér á Dagfaranum og eru þeir næstu ekki af verri gerðinni. Þeir eru afhjúpaðir núna þar sem að ný sparktíð var að hefjast og allt að gerast!

Fyrri tvífarinn er jafnframt fyrsti kvenkyns tvífarinn og ber að fagna því. Það er hún Anna Fanný Sigurðardóttir og er hennar tvífari enginn annar en þýska undrabarnið Mesut Özil sem spilar einmitt fyrir prímadonnurnar í Real Madrid. Dagfaranum líður eins og hann hafi leitt saman týnd systkini en þau þykja afskaplega lík eins og sjá má á myndunum.

Anna Fanný Mesut Özil
Líkindin eru í einu orði sagt sláandi og maður gapir gjörsamlega yfir þessu. Mesut Özil er aðeins ári eldri heldur en Anna Fanný og mikil leynd hvílir yfir þjóðerni mannsins en flestir vilja meina að hann sé hálfur Tyrki og hálfur Þjóðverji. Dagfarinn heldur hinsvegar að hann sé íslenskur og sé Sigurðarsson..

Næsti tvífari er ekki síðri en samt aðeins. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa brennandi áhuga á fótbolta og eru sömuleiðis mikið meiddir. Þetta eru þeir Daði Þór Steinþórsson fyrrum bakvörður N.W.A. og Lukasz Fabianski varamarkvörður Arsenal. Þeir þykja nokkuð líkir þó að Daði sé í öllu betra formi en Pólverjinn. Daði hefur einmitt mikla reynslu af Pólverjum í Noregi og aldrei að vita nema að þeir taki kannski upp mikinn vinskap skyldu þeir hittast úti á götu.

Daði Þór Lukasz Fabianski
Eins og sjá má á þessum myndum munar ekki miklu á andlitum þeirra. Ef Daði myndi kíkja í nokkra ljósatíma og fá sér nokkra fæðingabletti þá erum við að tala um nánast sömu mennina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband