Benicŕssim 2011: Fimmtudagur

Dagfarinn hefur veriđ vant viđ látinn síđustu daga, bćđi í Barcelona og á tónlistarhátíđinni FIB - Benicŕssim í samnefndu sveitafélagi. Hátíđin hefur veriđ haldin frá árinu 1995 viđ góđan orđstír en hátíđina sćkja ađallega Bretar ásamt Spánverjum. Ég ákvađ snemma á árinu ađ ţetta vćri tónlistarhátíđin sem ég vildi fara á en mjög snemma var tilkynnt ađ Arcade Fire, Arctic Monkeys og The Strokes vćru ađal númerin. Stađsetningin heillađi líka, sólarströnd á daginn og tónleikar á kvöldin. Gerist ţađ betra? Líklega já.

Viđ vorum átta Íslendingar sem sóttum hátíđina saman og var tímanum eytt í Barcelona fyrir og eftir hátíđina. Viđ tókum lest til Benicŕssim á miđvikudegi en hátíđin sjálf hófst daginn eftir. Eins og gefur ađ skilja er ekki hćgt ađ hafa tónleika yfir daginn sökum hitans og styrk sólarinnar svo flestir tónleikarnir hófust um sex, sjö leytiđ.

Ég missti af fyrstu tónleikum dagins sökum verslunarleiđangurs sem ćtlađi engan endi ađ taka. Ţađ var hljómsveitin The Spires frá Sheffield í Bretlandi en hún minnir um margt á hljómsveitina White Lies. Mér til mikillar gremju heyrđi ég ađallagiđ ţeirra í fjarska ţegar ég var ađ setja birgđirnar í tjaldiđ en ţađ ţýddi ekkert ađ hengja haus, kvöldiđ átti eftir ađ verđa gott.  

Illa brenndur ráfađi ég um svćđiđ og skođađi. Sviđin voru ţrjú talsins og ţar sem ekkert annađ sérstakt var í gangi ákvađ ég ađ kíkja á rokkarana í Layabouts en ţeir eru einmitt frá Spáni. Samkvćmt ţeim eru ţeir eina spćnska hljómsveitin sem syngur á ensku og fannst mér nokkuđ sérstakt af ţeim ađ vera hreyta ţví í lýđinn sem var líklega allur spćnskur fyrir utan mig og frú. Ţađ var mikiđ í gangi á sviđinu hjá ţeim, mikiđ rokk og góđ keyrsla en mér fannst ţví miđur eins og ţeir vćru ađ spila sama lagiđ í ţrjú kortér.

Nćst á sviđ var Russian Red en ţađ er listamannsnafn Lourdes Hernández sem ćttuđ er frá Spáni. Hin mjög svo myndarlega Lourdes er stundum kölluđ Feist Spánar og ekki af ástćđulausu. Hún býr yfir virkilega góđri rödd og mikilli útgeislun. Hún átti góđa spretti međ hljómsveit sinni og smátt og smátt var kvöldiđ ađ braggast.

Paolo Nutini var nćstur í röđinni en ţađ var fyrsta nafn kvöldsins sem ég var virkilega spenntur fyrir. Hann byrjađi međ látum í laginu "Jenny Don't Be Hasty" og hélt áhorfendum međ ţvílíku hređjartaki alla tónleikana. Ég var ađ búast viđ ágćtum söngvara í Nutini en hann sýndi ţađ og sannađi ađ hann er einfaldlega hörku söngvari og gerđi hann ágćtis lög ađ frábćrum lögum međ flutningi sínum ţetta kvöldiđ. Ţökk sé pípum Nutinis og keyrslu hljómsveitarinnar voru ţetta bestu tónleikar kvöldsins ađ mati Dagfarans!

Ţađ vakti mikla athygli ţegar taktkjafturinn Faith SFX mćtti á sviđiđ á undan Plan B og sýndi listir sínar fyrir framan mörg ţúsund manns. Líklega besti taktkjaftur sem ég hef heyrt í á ćvinni og í raun ótrúlegt ađ ađeins einn mađur geti framkvćmt svo mörg hljóđ. Loks mćtti Plan B á svćđiđ og byrjađi tónleikana á laginu "The Recluse". Ţađ virtist há tónleikunum ađ upphitunin hjá Faith SFX var mun kröftugri heldur en sjálfir tónleikar Plan B og er ţađ súrt í ljósi ţess ađ Plan B er verulega flottur tónlistarmađur og flytjandi međ mörg frábćr lög. Ég ráđlegg Plan B ađ sleppa taktkjaftinum nćst.

Ţá var loksins komiđ ađ Mike Skinner og félögum í The Streets. Mike Skinner er búinn ađ gefa ţađ út ađ ţetta sé síđasta starfsár hljómsveitarinnar sem er skandall ţar sem nýja efniđ er rosa gott. Ţađ var ţví mikilvćgt ađ geta séđ ţennan snilling áđur en hann hćttir. Tónleikarnir voru mjög svo góđir enda kann Mike Skinner ađ skemmta áhorfendum sínum. Tekin voru lög af öllum ferli The Streets og meira ađ segja af plötunni Everything Is Borrowed sem Dagfarinn gagnrýndi á tíma sínum hjá Monitor. Ţađ sem mér ţótti ţó merkilegast viđ tónleikana var söngvarinn Robert Harvey sem syngur og spilar međ The Streets ţessa dagana. Hann er fyrrum ađal söngvari hljómsveitarinnar The Music og ţar minnti hann helst á Robert Plant međ sítt liđađ hár og alles. En í dag er hann nauđa sköllóttur og ber sig eins og hinn versti rappari. Engu ađ síđur flottir tónleikar og hefđi ég líklega notiđ ţeirra betur ef ekki hefđi veriđ fyrir slćman sólbruna!

Kvöldinu var svo lokađ međ ţví ađ sjá restina af settinu hjá Chase & Status en gaman hefđi veriđ ađ sjá ţá tónleika í heild sinni enda eru ţeir menn afar hrifnir af góđri stemningu. Frábćr fimmtudagur ađ baki sem gaf góđ fyrirheit um komandi helgi.

Erfitt var ađ sjá á eftir: Chase & Status, Congotronics Vs Rockers, Crystal Fighters, Julieta VenegasThe Spires


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband