Plötuáriđ 2011: fyrri hálfleikur

Ég verđ ađ viđurkenna ađ tónlistaráriđ í ár hingađ til hefur veriđ býsna gott á öllum sviđum. Margir flottir tónleikar hafa veriđ í bođi, búiđ er ađ opna Hörpuna og hljómsveitir hafa veriđ duglegar ađ gefa út nýjar plötur, ţó ađallega erlendar. Ţó verđ ég ađ minnast á floppiđ sem tónleikar Hurts voru í Vodafone-höllinni en afar pínlegt var ađ vera á međal gesta í rafmagnsleysinu ţar.

Áriđ í plötuútgáfum fór ţó nokkuđ hćgt af stađ og náđu til ađ mynda plötur White Lies og Hercules & Love Affair ekki sömu hćđum og forverar ţeirra gerđu. Adele sýndi heiminum ađ hún er hörku söngkona og stimplađi sig rćkilega inní tónlistarflóruna međ annarri plötunni sinni, 21. Í lok mánađarins komu svo sitthvorar sprengjurnar frá hljómsveitunum Chase & Status og The Go! Team sem er líklegast ađ toppa hér á nýjustu plötu sinni Rolling Blackouts.

 

Febrúar var stuttur og laggóđur og byrjađi blítt á frumburđi James Blake sem býđur uppá afbragđs döbbstepp í fallegum útsetningum. Gleđisveitin Cut Copy frá Ástralíu sendi svo frá sér vel heppnađa skífu en hljómsveitin tređur einmitt uppá Nasa ţann 20. júlí nćstkomandi. PJ Harvey sendi frá sér sína áttundu breiđskífu Let England Shake en henni hefur veriđ tekiđ býsna vel af gagnrýnendum. Ţađ voru svo engir ađrir en kóngarnir í Radiohead sem gáfu óvćnt frá sér hina mögnuđu The King of Limbs sem hefur dafnađ virkilega vel í eyrum Dagfarans.

 

Í mars leit önnur plata Sin Fang (ekki lengur Bous) dagsins ljós en Dagfarinn hafđi beđiđ hennar međ mikilli eftirvćntingu og var ekki svikinn. Fátt var um fína drćtti fyrir utan landsteina en ég uppgvötvađi loksins Noah and the Whale sem sendu frá sér hina frábćru plötu Last Night on Earth en síngúllinn "L.I.F.E.G.O.E.S.O.N." hefur slegiđ gegn á öldum ljósvakans. Svo má alls ekki gleyma fjórđu breiđskífunni frá The Strokes, Angles, en hún tók sér tíma í ađ heilla Dagfarann en honum ţykir hún dálćti daginn í dag.

 

Apríl var nokkuđ rólegur mánuđur en ţó verđ ég ađ nefna til sögunnar vel heppnađa plötu frá Timber Timbre sem spilađi á seinustu Airwaves hátíđ viđ góđan orđstír. Panda Bear sendi frá sér Tomboy en ţađ hlýtur ađ teljast hans ađgengilegasta verk til ţessa. Sigurinn ţennan mánuđinn áttu ţó tilraunadýrin í TV on the Radio međ nýjustu plötu sinni Nine Types of Light. Líklega ekki besta platan úr ţeirra herbúđum en engu ađ síđur mjög góđ.

 

Eitthvađ meira var í gangi í maí mánuđi. Međlimir Fleet Foxes stóđust pressuna og skiluđu af sér afbragđs breiđskífu í Helplessness Blues. Beastie Boys gáfu svo út hina klikkuđu Hot Sauce Committe Part Two en Dagfarinn á eftir ađ gefa henni frekari hlustanir en hann er rétt ađ jafna sig eftir ţá fyrstu. GusGus + Urđur og Högni gerđu allt vitlaust á Íslandi og víđar međ áttundu plötu sinni, Arabian Horse sem ţykir einkar vel heppnuđ. Friendly Fires gera svo virkilega fína hluti á sinni annarri breiđskífu Pala og toppa frumburđ sinn, ekki spurning! Dagfarinn á svo eftir ađ gefa nýju plötunum frá Death Cab for Cutie og Okkervil River frekari hlustanir.

 

Vigri opnađi júní mánuđ á eftirminnilegan hátt međ glćsilegum frumburđi sínum sem hćgt er ađ lesa gagnrýni viđ hér ađ neđan. Arctic Monkeys héldu júní-járninu heitu međ hinni frábćru Suck it and See og hysja um leiđ upp um sig brćkurnar sem ţeir misstu međ hinni slöku Humbug. FM Belfast gáfu loksins frá sér nýja plötu sem Dagfarinn ţarf ađ gefa betri gaum. Patrick Wolf stimplađi sig svo inní i-Tunes möppu Dagfarans međ hinni frábćru Lupercalia en hann minnir stundum á meistara Morrissey. Bon Iver gaf út samnefnda plötu en hann sló í gegn áriđ 2008 međ frumburđi sínum For Emma, Forever Ago. Hann gefur ekkert eftir á ţeirri nýju og má vel vera ađ hér séum viđ ađ tala um eina af plötum ársins. Hann sá annars um ađ loka ţessum spikfeita mánuđi sem er ađ mati Dagfarans sá besti hingađ til.

  

Mig grunar ađ fyrri hluti ársins verđi sterkari en sá seinni en ţó eru framundan nýjar plötur međ hljómsveitum á borđ viđ Beirut, Bombay Bicycle Club, Björk, Kanye West & Jay-Z, Pétur Ben, Red Hot Chili Peppers og Queens of the Stone Age. Einnig virđist áriđ 2011 ćtla vera ár hinna gömlu rokkara en vćntanlegar eru plötur frá Metallica, Megadeth, Soundgarden, Rage Against the Machine, Guns N' Roses og Aerosmith svo eitthvađ sé nefnt.

Dagfarinn flautar nú til seinni hálfleiks og óskar eftir jafn miklum gćđum og sáust í ţeim fyrri.

Skiptingar sem ekki voru notađar í fyrri hálfleik: Battles, Deerhoof, Eberg & Pétur Ben, Eddie Vedder, The Joy Formidable, Kurt Vile, Lykke Li, Paul Simon, R.E.M., SebastiAn, The Vaccines, Yelle.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband