Skógarbjörn í Noregi (Myndband)

Fyrir nokkrum mánuðum lentu faðir minn og bróðir hans í hræðilegri lífsreynslu. Vegna aðstæðna í samfélaginu neyddust þeir til að flytja sig yfir til Noregs til að hafa í sig og á. Þeir vinna alla virka daga við smíðar en helgarnar nýta þeir í fjallgöngur og útivist. Það var einmitt í einni slíkri göngu sem þeir hittu fyrir hungraða birnu!

Skógarbirnir eru sjaldgæfir í Noregi en nokkrum sinnum á ári verður fólk vart við þá útí náttúrunni, ekki ólíkt hvítabirninum sem kíkir stundum í heimsókn hingað til Íslands. Því miður þurftu bræðurnir að verða fyrir þeirri leiðinlegu lífsreynslu að hitta fyrir einn slíkan.

Bræðurnir náðu herlegheitunum á myndband sem Dagfarinn hefur komist yfir og með leyfi þeirra bræðra birti ég það hér (í fyrsta skipti á alnetinu) fyrir ykkur kæru lesendur. Myndbandið er ósvikið en um leið nokkuð hrátt og ég biðst fyrirfram velvirðingar á óstabílli hönd myndatökumanns.

Eins og sjá má í myndbandinu voru bræðurnir heppnir að fara ekki verr úr viðskiptum sínum við birnuna skapstóru. Þarna kom sér einnig vel að kunna lagið "Litli björn og stóri björn" en lagið þykir ómissandi þáttur á bryggjuhátíðinni á Drangsnesi.

Af þeim bræðrum er annars allt gott að frétta og þrátt fyrir þessa uppákomu halda þeir kyrru fyrir í Noregi og láta eins og ekkert hafi í skorist. Minna er þó að frétta af birnunni en ekkert hefur sést til hennar eftir viðskiptin við bræðurna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðin flæða sem hunang af vörum þér. Hins vegar er ég hræddur um að allar færslur hér eftir munu falla í skuggann af þessari.

Bjarki Vilmarsson (IP-tala skráð) 22.6.2011 kl. 21:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband