Topp 5: Nostalgíulög á PoppTíví

Ţađ eru líklega fleiri en ég sem áttu notalegar stundir međ sjónvarpstöđinni PoppTíví fyrir nokkrum árum sem bauđ uppá ţađ allra ferskasta í tónlistinni á sínum tíma. Ég átti mínar bestu stundir međ stöđinni á árunum 1999-2003 en ţá var ég oftast einn heima eftir skóla og hafđi lítiđ annađ ađ gera en ađ glápa á PoppTíví.

Á ţessum tíma uppgvötvađi ég marga listamenn, bćđi góđa og slćma, ţó ađ mér finnist ţeir góđu ekki endilega eins góđir í dag. Ţrátt fyrir ţađ fć ég alltaf ţessa nostalgíutilfinningu ţegar ég heyri lögin aftur og minnist ţeirra gömlu góđu daga sem ég átti í sjónvarpsherberginu heima.

Nú ćtla ég ađ gera heiđarlega tilraun til ađ velja fimm "bestu" lögin sem toppuđu algjörlega hjá mér á ţessum tíma. Ţađ skiptir miklu máli ađ vera samkvćmur sjálfum sér í svona vali og hugsanlega mun ég ganga um međ sćrt stoltiđ í kjölfariđ. Hér kemur listinn.

5. The Lawyer - I Wanna Mmm

Ég veit í rauninni ekki hvađ ég get sagt um ţetta lag. Lítiđ er ađ finna um flytjandann á netinu nema ţađ ađ hann kemur frá Bretlandi og skartar litlu hári. Ekki veit ég hvađ heillađi mig svo mikiđ lagiđ en ţađ var kannski frekar myndbandiđ og fíflalćtin í ţessum fábjána sem styttu mér stundirnar í sófanum heima. Mörgum finnst ađ lögfrćđingurinn ćtti ađ fara í mál viđ sjálfan sig fyrir ţetta lag.

4. Pearl Jam - I Am Mine  

Ţetta lag sá til ţess ađ tónlistarsmekkur minn varđ ekki ađ frođu vil ég meina. Afslappađur söngurinn og hiđ grípandi gítargrip fönguđu mig strax viđ fyrstu hlustun. Ég hafđi aldrei heyrt um hljómsveitina fyrr en ég heyrđi ţetta lag og var diskurinn ađ sjálfsögđu keyptur en ţví miđur fyrir hin lögin var ţetta eina lagiđ sem var spilađ. Ég verđ Eddie Vedder og félögum ćvinlega ţakklátur fyrir framlag sitt á ţessum mikilvćgu árum barnćsku minnar.

3. Britney Spears - Oops!... I Did It Again

Ţađ kann ađ hljóma undarlega (samt ekki) en ég var eitt sinn ástfanginn af söngkonunni Britney Spears. Hún snéri mér svo alveg í hringi ţegar hún birtist í rauđa latex gallanum í myndbandinu hér ađ ofan og er ţađ ein af ţessum minningum sem aldrei gleymist. Ég fór meira ađ segja svo langt međ ţetta ađ ég kunni dansinn viđ lagiđ og tók oft sporin međ skólasystrum mínum í bekkjarafmćlum. Á endanum ţroskađist mađur svo upp úr ţessu og ţá fóru strákarnir loksins ađ láta heyra í sér aftur.

2. Eagle-Eye Cherry - Are You Still Having Fun?

Ţó ađ popparinn frá Svíţjóđ sé frćgastur fyrir lagiđ "Save Tonight" ţá var ţađ ţetta lag sem sló í gegn hjá mér á sínum tíma. Ţví miđur fann ég ekki myndbandiđ viđ lagiđ en ţar var Cherry í góđum gír á djamminu međ gítarinn ađ vopni talandi viđ einhverjar skvísur. Ţađ var sko partý í stofunni ţegar ađ ţetta lag dúkkađi upp á PoppTíví og já ég skemmti mér alltaf vel yfir ţessu lagi elsku Cherry minn, takk fyrir ađ spyrja!

1. Eiffel 65 - Blue (Da Ba Dee)

Jú ţađ er bláköld stađreynd en í efsta sćtinu situr ţríeykiđ frá Ítalíu, Eiffel 65 međ sitt ódauđlega lag "Blue (Da Ba Dee)". Ég var líklega jafn hugfanginn og James Cameron af laginu en leikstjórinn geđţekki fékk mikinn innblástur af myndbandinu sem sást svo síđar meir í stórmyndinni Avatar. Alltaf var biđin eftir ţví ađ lagiđ poppađi upp á PoppTíví ţess virđi og hoppađi ég bókstaflega um af gleđi ţó ađ rassinn á mér vćri álíka dofinn og vel deyft tannhold á tannlćknastofu. Ţrátt fyrir ađ lagiđ sé komiđ langt fram yfir síđasta söludag er enn hćgt ađ dilla sér viđ ţađ daginn í dag og hafa gaman af ţví. Ţađ myndi ég segja er ansi vel af sér vikiđ hjá liđsmönnum Eiffel 65.

Ţessi lög komu einnig til greina:

Audioslave - Like a Stone
Bloodhound Gang - The Bad Touch
Bomfunk MC's - Freestyler
Britney Spears - (You Drive Me) Crazy
Crazy Town - Butterfly
Foo Fighters - Learn to Fly
Limp Bizkit - Take a Look Around
Metallica - I Disappear
Offspring - Pretty Fly (For a White Guy)
Puddle of Mudd - She Hates Me
Puff Daddy - Come with Me (ft. Jimmy Page)
Rammstein - Links 2 3 4
Rammstein - Sonne
Red Hot Chili Peppers - Californication
U2 - Stuck in a Moment You Can't Get Out Of
Vengaboys - Boom, Boom, Boom, Boom!!
Wamdue Project - King of My Castle
Wu-Tang Clan - Gravel Pit


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband