Tvífarinn: Gummi Goodman & Elfar Castrinos

Í tilefni af Evrópumótinu sem hefst um helgina fannst mér tilvalið að birta hér tvo leikmenn úr U21 árs landsliðinu sem eiga sér svo sannarlega tvífara útí heimi. Við byrjum á Guðmundi Kristjánssyni en fyrir stuttu sá ég kvikmyndina Raising Arizona eftir Coen bræður og eins í svo mörgum öðrum myndum eftir þá bræður bregður John Goodman fyrir í henni. Eitthvað fannst mér kauði minna mig á Gumma Kri og þá aðallega munnsvipurinn. Ég hef lagt þetta fyrir tvífaranefndina og þessi tvífari komst auðveldlega í gegn.

Gummi Kri John Goodman
Ég geri mér fulla grein fyrir bæði aldurs- og þyngdarmuni þeirra en þó finnst mér ekki ólíklegt að Guðmundur verði svona útilítandi eftir nokkra borgara á Bitabílnum þegar hann verður eldri.

Það er nú þegar orðið frægt að Elfar Freyr sé barnabarn Charles Bronson og því ákvað ég að opinbera nýjan tvífara fyrir ykkur kæru lesendur. Að þessu sinni er um kvenkyns tvífara að ræða og enga smá fegurðardrottningu. Þetta mun vera hin lagvissa söngkona Jade Castrinos úr hljómsveitinni Edward Sharpe and the Magnetic Zeros sem hafa verið að gera það gott á öldum ljósvakans með laginu "Home".

Elfar Freyr Helgason Jade Castrinos
Það má í raun segja að Jade Castrinos sé týnda systirin og með samböndin sem Elfar Freyr hefur ætti hann að reyna að hafa uppá henni og bjóða henni í kaffibolla.

Annars óska ég strákunum okkar í U21 landsliðinu góðs gengis á mótinu og þá sérstaklega þessum tvíförum hér að ofan. Áfram Ísland!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert spot on í tvíförunum gamli!

Elís (IP-tala skráð) 11.6.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband