Jóhanna Guðrún kann ekki að tapa

Ég er búinn að reyna eins og ég get að skrifa ekki um það sem ég varð vitni af síðasta laugardagskvöld þegar ég sat í faðmi fjölskyldunnar og horfði á Söngvakeppni sjónvarpsins. Vanalega kenni ég mig ekki við keppnina öðruvísi en í glasi og góðum drykkjuleik en þátttaka Jóhönnu Guðrúnar vakti áhuga minn.

Vil ég meina að árangur hennar í keppninni árið 2009 hafi stigið henni gjörsamlega til höfuðs. Í rauninni hefði ég viljað óska þess að einhver annar hefði staðið í þessum bláu seglum og sungið sig inní hjörtu Evrópubúa. En sú varð raunin að litla barnastjarnan hreppti annað sætið og jafnaði þar með besta árangur Íslands í keppninni þökk sé Selmu og félögum 1999 í öllu hressari atriði.

Líklega hefur dagskrá söngkonunnar verið frekar þunnskipuð uppá síðkastið þar sem hún ákvað að taka þátt í annað sinn með það að markmiði að fá fleiri símtöl. Hún flutti lagið "Nótt" að þessu sinni ásamt kærastanum sínum, allt voðalega sætt eitthvað og hlaut náð fyrir augum landans að sjálfsögðu og komst áfram í úrslitaþáttinn.

Ég sá nokkur viðtöl við hana í fjölmiðlum fyrir úrslitaþáttinn og það er alveg æðislegt að hlusta á svona atvinnumann tala. Það virtist vera svo miklu meira lagt í hennar atriði heldur en öll hin og þar af leiðandi ekki við öðru að búast en að hún myndi lenda í fyrsta sæti. En annað kom heldur betur á daginn og var æðislegt að fylgjast með viðbrögðum fyrrum barnastjörnunnar.

Svo fór að Magni komst réttilega áfram með lagið sitt "Ég trúi á betra líf" og þar á eftir fylgdi lagið "Aftur heim" eftir Sjonna Brink heitinn sem endaði svo á því að vinna og verða fulltrúi Íslands í Þýskalandi í maí. Ég ætla að sleppa því að gagnrýna sigurlagið en að mínum dómi hefði Magni átt að fara með hálsklútinn út.

Þegar tilkynnt var að "Aftur heim" væri hitt lagið sem hefði endað efst í kosningunni sást borðið hennar Jóhönnu Guðrúnar afar vel og varð mér mikið skemmt. Vonbrigðin í augum hennar leyndu sér ekki og hún var ekkert að hafa fyrir því að klappa þó ekki væri nema bara til að sýna Sjonna Brink smá vott af virðingu. Úrslitin komu henni svo mikið á óvart að ég er hræddur um að nóttin hafi verið erfið fyrir hana og sérstaklega kærastann hennar.

Jóhanna Guðrún í fýlu
Þegar úrslitin voru tilkynnt.

Daginn eftir kom hún með yfirlýsingu á facebook síðu sinni undir fyrirsögninni "Júróvisjón í gær".

"Elsku íslendingar.

Það er ekki gaman að tapa, sérstaklega þegar maður er búin að leggja alla sína krafta í eitthvað sem maður trúði á.

Því finnst mér grátlegt þegar fólk gagnrýnir mann fyrir að fagna ekki þegar úrslitin voru tilkynnt, ég held að flestir hafi ekki hugmynd um vinnuna sem liggur að baki.

En fólk er búið að skjóta föstum skotum á mig í dag fyrir viðbrögð mín við vali kjósenda á tveimur efstu lögunum. Auðvitað er þetta sárt. En ég virði val þjóðarinnar, og áður en ég fór heim gekk ég hringinn og kyssti alla þá sem voru viðstaddir. Þetta eru allt kollegar mínir og ég samgleðst þeim innilega og óska þem góðs gengis. :)"

Hérna er hún augljóslega að reyna að bjarga andliti sínu eftir laugardagskvöldið en henni mistekst það að mínu mati. Heldur hún í alvöru að hún sé sú eina sem leggur eitthvað á sig til að gera atriði sitt sem flottast? Er það góð og gild ástæða þess að samgleðjast ekki þeim sem unnu sigur úr bítum? Ég sá ekki betur en að Magni hafi um leið og úrslitin voru tilkynnt labbað til allra strákanna og Þórunnar og óskað þeim til hamingju, ekki vottur af hroka eða fýlu enda er Magni algjör fagmaður.

Ef að Jóhanna ætlar eitthvað að enda í þessum bransa og taka þátt í svona keppni þá þarf hún líka að kunna að tapa því annars á hún bara alls ekkert erindi í svona lagað ef hún fer bara í fýlu ef hún vinnur ekki. Hún verður að átta sig á því að það verður ekki allt að gulli sem hún snertir. Ég vona bara innilega að hún fái einhver símtöl á næstunni svo hún þurfi ekki að hætta að leika sér og fara í skóla og læra. Hún hefði reyndar gott af því enda skrifar maður "íslendingar" með stóru í-i.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsileg færsla! Ég sit hér við tölvuna og klappa enda elska ég að finna að Jóhönnu, það veitir mér mikla unun að sjá að ég er ekki ein um það.

Arna Ó (IP-tala skráð) 15.2.2011 kl. 19:22

2 identicon

Skemmtileg lesning! það kætir mig ekkert meira en að sjá Yohanna í fýlu!

Ingvi (IP-tala skráð) 16.2.2011 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband