Árslisti: Lögin 2011

Um þessar mundir eru að hrúgast inn hverjir árslistarnir á fætur öðrum. Þar keppast menn um að dæma lög ársins, plötur ársins og fleira til. Dagfarinn ætlar ekki að vera neinn eftirbátur í þeim efnum og birtir hér topp tíu lög ársins (í stafrófsröð) að hans mati. 

Bon Iver - "Calgary"



Ef Dagfarinn gæfi út safndisk sem héti Dálæti Dagfarans þá væri lagið "Calgary" eflaust á þeim disk. Bon Iver sá oftar en einu sinni til þess að ég sofnaði vært og rótt er kalt var í veðri og dagsbirtan engin. "Calgary" er eyrnakonfekt sem og öll platan hans.

Foster the People - "Pumped Up Kicks"



Þrátt fyrir að lagið hafi verið tekið upp árið 2009 og gefið út í fyrra fær það samt þann heiður að sitja á þessum lista þar sem platan kom út á þessu ári. Það má segja að lagið hafi slegið í gegn hér á landi í sumar og dilluðu drukknir unglingar rassinum óhikað við lagið niðri í hundrað & einum. Dagfarinn uppgvötvaði lagið stuttu eftir fjöldmorð Breiviks í Noregi sem er kaldhæðið í ljósi textans í laginu. Engu að síður ofboðslega hressandi og grípandi lag frá Foster fólkinu. 

Frank Ocean - "Swim Good"



Frank kynntist ég úti í Noregi en þar var einmitt þetta lag mikið spilað. Frank hefur unnið náið með mönnum eins og Jay-Z og Kanye West og syngur/rappar einmitt með þeim í tveimur lögum á Watch the Throne. "Swim Good" sýnir það og sannar að hann getur þetta alveg einn og óstuddur. Frank Ocean er að mínu mati "the next big thing" í rappheiminum og verður gaman að fylgjast með kauða í framtíðinni.

James Blake - "Limit to Your Love"



James Blake kom með ferska strauma inní árið 2011 með sinni frábæru fyrstu plötu James Blake. Þetta lag heillaði mig frá fyrstu hlustun og hefur það fengið að hljóma ófáum sinnum í græjunum á árinu. James Blake er snillingur þegar kemur að því að blanda saman allskyns stefnum í tónlist.

Justice - "Civilization"

Kannski ekki besta lagið á Audio, Video, Disco en þetta var fyrsta lagið á plötunni sem Justice-menn sýndu heiminum og guð minn góður hvað ég var spenntur! Justice voru búnir að skapa enn eitt skrímslið í hljóðverinu sínu og þvílika sprengju! Lagið smellpassaði svo inní snargeðveika Adidas auglýsingu sem hjálpaði ekkert við að minnka lof Dagfarans á því.

Lana Del Rey - "Video Games"



"Hvaðan kom hún? Hvert er hún að fara? Hvað er hún" hugsaði ég fyrst er ég heyrði þetta frábæra lag. Svo heillaður var ég af bæði laginu og söngkonunni. Lagið er eitthvað svo stórt en sagan eitthvað svo lítil. Kynþokkinn í rödd Lönu og íburðarmikil sinfonían í laginu vinna virkilega vel saman og ég segi bara Adele hvað? Ef ég ætti að velja lag ársins 2011 þá yrði það líklega "Video Games". 

Patrick Wolf - "Time of My Life"



Þetta lag uppgvötvaði ég eiginlega bara alveg óvart. Ég var í sakleysi mínu á YouTube þegar þetta lag kom allt í einu upp og ég gat ekki hætt að hlusta. Lagið minnti mig á jakkalakkana í Hurts en um Patrick sjálfan Wolf hafði ég aldrei heyrt talað um. Patrick Wolf er kraftmikil dramatík og þetta lag endurspeglar það.

Radiohead - "Lotus Flower"



Ekki einungis eitt besta lag ársins heldur einnig eitt besta myndband ársins sem skartar sjálfum Thom Yorke í trylltum dansi. Ég veit í raun ekki hvort ég geti kryfjað þetta lag yfir höfuð þar sem ég hef í raun bara eitt um það að segja, fullkomið.

Timber Timbre - "Black Water"



Timber Timbre er tónlistarmaður frá Kanada og kom meira að segja fram á Iceland Airwaves í fyrra. Síðan þá hef ég fylgst með þessum áhugaverða tónlistarmanni og í ár gaf hann út sína aðra breiðskífu. Á henni er einmitt að finna þetta stórgóða sex mínútna lag. Áberandi bassaleikur setur svip sinn á þetta drungalega og grípandi lag sem heldur manni rígföstum frá byrjun til enda.

TV on the Radio - "Will Do"



Hér höfum við stórgott lag úr smiðju Tunde Adebimpe og félaga úr TV on the Radio. Svo gott reyndar að sjö ára bróðir minn myndi setja þetta lag á sinn árslista. Það er greinilega nóg eftir á tankinum hjá þessari sveit þó að platan hafi ekki endilega komið sér á sama stall og forverar sínir.

Aðrar tilnefningar sem ekki náðu sæti:

Alex Turner - "Stuck on the Puzzle" & "Piledriver Waltz"
Arctic Monkeys - "Black Treacle"
Baxter Dury - "Happy Soup"
Beirut - "Santa Fe"
The Black Keys - "Lonely Boy"
Cut Copy - "Take Me Over"
Florence + the Machine - "Breaking Down"
Friendly Fires - "Hawaiian Air"
Gotye - "Somebody I Used to Know (feat. Kimbra)"
Hercules and Love Affair - "Painted Eyes"
Incubus - "Promises, Promises"
James Blake - "Wilhelms Scream"
Jay-Z and Kanye West - "Made in America (feat. Frank Ocean)"
Kurt Vile - "Baby's Arms" & "Jesus Fever"
Little Dragon - "Ritual Union"
M83 - "Midnight City"
Noah and the Whale - "L.I.F.E.G.O.E.S.O.N."
PJ Harvey - "The Words That Maketh Murder"
The Strokes - "Machu Picchu"
Veronica Maggio - "Välkommen in"
Wilco - "Dawned on Me"
Youth Lagoon - "Afternoon" & "Cannons"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er búið að vera snilldar tónlistarár! Langar til að hlusta á öll lögin hérna núna á sama tíma.

Auður Inez (IP-tala skráð) 25.12.2011 kl. 13:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband