Jim Carrey að syngja sitt síðasta?

Eftir akkúrat mánuð verður kvikmyndin Mr. Popper's Penguins með Jim Carrey í aðalhlutverki frumsýnd. Sem Jim Carrey aðdáandi verð ég að lýsa yfir áhyggjum mínum yfir þessari mynd. Myndin er gerð upp úr samnefndri barnabók eftir hjónakornin Richard og Florence Atwater sem kom út árið 1938. Söguþráðurinn er á þá leið að fátækur málari (Mr. Popper) kemst allt í einu yfir mörgæs og fær svo aðra frá dýragarði og eðla þær sig sem skilar sér í 10 mörgæsarungum. Að sjálfsögðu hafa mörgæsirnar áhrif á heimilislífið og eitthvað verður að taka til bragðs svo ekki fari illa. Bókin hefur oft verið notuð í kennslu hjá 2, 3 og 4 bekk í grunnskólum í Bandaríkjunum. Kápan á bókinni

Söguþráðurinn er örlítið breyttur í kvikmyndinni en þar er Mr. Popper ekki málari heldur mikill viðskiptamaður sem er algjörlega týndur þegar kemur að mikilvægu hlutunum í lífinu alveg þangað til að hann erfir 6 mörgæsir. Mörgæsirnar umbreyta íbúðinni hans og lífi hans um leið.

Upphaflega átti Ben Stiller að leika Mr. Popper og Noah Baumbach átti að leikstýra en þeir hættu báðir við. Eitthvern veginn sé ég Ben Stiller betur fyrir mér í myndinni heldur en Jim Carrey enda hokinn af reynslu í svona rugl myndum eins og Night at the Museum tvennunni. Í kjölfarið voru Jack Black, Owen Wilson og svo Jim Carrey orðaðir við hlutverkið. Ég vildi óska þess að Jack Black hefði verið fyrir valinu enda þótti seinasta mynd hans Gulliver's Travels einstaklega góð. Mark Waters var svo fenginn til að leikstýra myndinni en hann sá til þess að Lindsay Lohan varð stjórstjarna með myndunum Freaky Friday og Mean Girls.

Ekki veit ég hvað Jim Carrey er að láta hafa sig útí en mér fannst ferill hans vera að komast á gott skrið aftur með Yes Man og I Love You Phillip Morris. Að vísu hefur hann aldrei gleymt börnunum og fært þeim gleði í formi jólamynda og teiknimynda. Svo ég tali ekki um ódauðlega karaktera eins og Ace Ventura og Stanley Ipkiss.

En þrátt fyrir allt og allt mun ég samt klárlega fara á myndina og tek líklegast litla bróður með en það er alveg á hreinu að ég fer ekki með neinar væntingar í bíósalinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virkilega skemmtilegt blogg, aldrei að vita kannski fæ ég að fljóta með í bíó og við skulum nú vonum það best með hann Jim Carrey, hann má ekki hætta alveg strax.

Kristín (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband