Hjörvar Hafliða & Erpur kjaftstopp!

Flestir Kópavogsbúar kannast við hátíð sem haldin var 28-29 ágúst í fyrra og gekk undir nafninu Hamraborgarhátíðin. Fljótt á litið les maður þetta sem Hamborgarahátíðina svo taktu þér tíma í lesturinn lesandi góður.

Það var ýmislegt brallað á þessum dögum en það sem stóð kannski upp úr var ganga um Hamraborgina undir leiðsögn Erps Eyvindarsonar og Hjörvars Hafliða. Að vísu mætti ég ekki í gönguna sjálfur en nokkrir heimildarmenn voru þar á mínum vegum. Gangan var skemmtileg og félagarnir tveir fóru á kostum er þeir þuldu upp hverja vitleysuna á fætur annarri. Frásagnir af stöðum eins og Catalínu og Hamragrilli voru í brennidepli ásamt öðru safaríku efni.

En viti menn, ég á bróður sem heitir Jón og er 6 árum yngri en ég og því miður þurfti hann að erfa bakteríuna sem stóri bróðir gengur með sem er að gera hluti sem þykja einstakir. Ólíkt flestum jafnöldrum hans þá var það ekki Erpur sem átti hug hans allan heldur var það sparkspekingurinn mikli Hjörvar Hafliða. Hann er Guð í augum Jóns sem gerir lítið annað en að hugsa um fótbolta allan liðlangan daginn!

Erpur og Hjörvar eru staddir fyrir utan Videomarkaðinn og eru að slá botninn í þetta þegar Jón gengur allt í einu vasklega fram með lítinn bréfsnepil að Hjörvari þegar Erpur er í miðri setningu. Hann réttir Hjörvari snepilinn og biður hann um áritun í sömu andrá, alveg sama þó að hann sé að blokka Erp frá lýðnum sem missir næstum málið af undrun.

Til allrar lukku var Hjörvar með penna á sér en Jón hafði ekki hugsað málið alveg til enda. En til að byrja með var penninn ekkert að virka og greyið Hjörvar var allt í einu staddur í frekar óþæginlegum aðstæðum. Hann sagði við Erp áhyggjufullur: "Penninn er ekkert að virka!!!" en greyið Erpur var enn að reyna að átta sig á hvaða unglingur þetta væri sem var að stefna þessari annars góðu leiðsögn þeirra í mikla hættu.

Loks skrifaði penninn og litli bróðir fékk vilja sínum framgengt og gekk glaður í burtu á meðan Hjörvar klóraði sér í hausnum og reyndi að finna þráðinn aftur í fyrirlestrinum.

Ég er eiginlega sannfærður um það að Hjörvar hafi ekki áritað mikið í gegnum ævina nema þá kannski á tíma sínum sem markmaður (eða karl). Það hefur ábyggilega ekki hvarflað að honum þegar hann vaknaði þennan laugardag að hann yrði beðinn um áritun af 15 ára unglingi í miðri leiðsögn um Hamraborgina. En það gerðist nú samt og þess vegna er Jón bróðir minn. 

Hjöbbi Ká & Nonni Arnars
Messuteymi framtíðarinnar?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna þekki ég minn mann. Menn fá bara props fyrir að þykja meira til Hjöbba K koma en Erp.

Reynir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 21:31

2 identicon

Bróðir þinn er maður með viti það er á hreinu!

Ingvi (IP-tala skráð) 12.2.2011 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband