Santacus

Ég hef leikið jólasvein síðan að ég var 13 ára að mig minnir og ég get sagt ykkur það að það eru ekki alltaf jólin í þeim bransanum. Þið skuluð ekki halda að ég sé einhver aukvissi í þessu en faðir minn og föðurbróðir hafa sinnt þessu linnulaust síðustu 20 árin með góðum árangri. Svo kom að því að þeir þurftu meiri mannskap vegna vinsælda og fjölda jólaballa. Þá var auðvitað enginn betri en verðandi fermingardrengurinn Torfi!

Eins og ég sagði þá eru ekki alltaf jólin í þessu þó að þetta gangi oftast vel hjá mér. Ég kveið því oft til að byrja með að stíga útá gólf í rauða gallanum og lenda í óþekktar öngum sem vildu koma upp um unglinginn sem reyndi aðeins að gleðja börnin. Svefn minn var lítill og ég hugleiddi alvarlega að aflita á mér hárið hvítt ef húfan skyldi nú einhvern tímann fjúka af mér. Andleg líðan mín fór ekki framhjá nokkrum manni og allra síst honum föður mínum.

Gamli tók því til sinna ráða og tók mig á eintal og stappaði í mig stálinu. Hann líkti hlutverki og framkomu jólasveinsins við skylmingaþrælinn Maximus úr hinni goðsagnakenndu kvikmynd Gladiator frá árinu 2000. Við værum eins og skylmingaþrælarnir í göngunum, alveg að míga í okkur af stressi vegna komandi andstæðinga sem biðu úti fyrir eftir fjörugu blóðbaði. Þetta var fullkomin myndlíking.

Santacus

Ennfremur sagði hann líkt og Maximus: "Hvað sem bíður okkar þarna fyrir utan þá eigum við meiri möguleika á að halda lífi ef við höldum hópinn og stöndum saman!". Þetta virkaði eins og vítamínsprauta fyrir mig og það sannaðist svo eftir á að þetta virkaði. Átökin voru minni og lítið sem ekkert um leiðinlegar uppákomur eftir þessar ræður fyrir framkomur.

Enn þann dag í dag ímynda ég mér að ég sé hinn eini sanni Maximus fyrir jólaball og þannig og aðeins þannig gengur mér betur í hlutverki Giljagaurs eða Askasleikis. 

Kvittið að vild!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrst vil ég þakka þér fyrir að vera farin að blogga aftur, nú finnst mér ekki tilgangslaust að draga andan legur. Svo vildi ég biðja þig að láta mig vita ef Guðbrandur Torfason heldur einhverntíman sjálfstyrkingarnámskeið fyrir aðra en fjölskildumeðlimi þá má alveg skrá mig. Ég hef alltaf þráð að líða eins og skilmingarþræl eða jólasvein þegar ég mæti í vinnuna.

Arna (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 00:05

2 identicon

Haha... þvílik snilldar ræða hjá Guðbrandi !

Þetta er mjög satt... þetta eru þvílík átök!

Kv. Giljagaur

Árni Ragnaarsson (IP-tala skráð) 22.12.2010 kl. 01:56

3 identicon

Þessum degi er ég lengi búinn að bíða eftir að þú takir fram bloggpennan aftur!

Hlakka til að sjá meira!

Stærsti aðdáandinn (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband