Ástæðan fyrir sigri Dana á EM

Eins og flestum er nú kunnugt voru það Danir sem hömpuðu Evrópumeistaratitlinum í handbolta árið 2012 eftir sigur á gestgjöfunum í Serbíu. En það sem fáir hinsvegar vita er ástæðan fyrir gulli Dana á mótinu. Ég ætla að vera svo myndarlegur að segja ykkur hvers vegna.

Mikkel HansenÞannig er mál með vexti að í liðinu er maður að nafni Mikkel Hansen (að þið haldið) en hann er af mörgum talinn besti leikmaður mótsins og jafnvel einn sá besti í heimi. Hansen var markahæsti leikmaðurinn í úrslitaleiknum með 9 mörk og átti sannkallaðan stórleik.

Þessi velgengni kemur mér ekki á óvart enda þykist ég þekkja rétta eðli mannsins. Þið munið kannski eftir honum á hvíta tjaldinu í fyrra en þá hélt hann á hamri og lét öllum illum látum í kvikmyndinni Thor. Jú þið lásuð rétt, við erum að tala hérna um þrumuguðinn Þór en ekki eitthvern Mikkel Hansen. Þið voruð blekkt og það illa og þið getið þakkað mér fyrir að uppljóstra þessu leyndarmáli því að ég veit að enginn annar mun gera það. Í raun finnst mér ótrúlegt að Þór (Hansen) hafi ekki skorað fleiri mörk miðað við ofurkrafta sína en hann hefur greinilega verið að halda aftur af sér til að vekja ekki á sér of mikla athygli!

THOR-movie-photosEins og sjá má á myndunum hér að ofan og hér til vinstri þá er ekki um að villast. Mikkel Hansen er Þór og Þór er Mikkel Hansen. Á því leikur enginn vafi og hvet ég Serbíu til að kæra úrslitin eins og skot.

Ég er svo heppinn að ég er að vinna með Serba sem hefur ágætis sambönd í heimalandinu. Kem ég til með að nýta þetta vinasamband í tengslum við þetta leiðinda mál og koma skilaboðunum á framfæri. Dragan hefur nú þegar hafist handa við að þýða þessa færslu á móðurmál sitt.

Þegar titlinum er svo loksins svipt af Dönum þá vitið þið hvar þið heyrðuð þetta fyrst, að sjálfsögðu hjá Dagfaranum! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt saman eitt stórt samsæri!

Ingvi (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 12:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband